Lífið eftir Rockstar

Það er nú hálfger tómleikatilfinning í mér þegar þetta allt er búið. Kannski frekar mikil bilun að mig langar fullt að vita hvað er að gerast hjá þátttakendunum í dag - væri alveg til í reality show um hvað tekur við hjá þeim eftir þáttinn. Munu Lukas (eða mini Lee eins og einhverjir kalla hann) og Tommy Lee ná að syngja og spila eða verða þeir bara djammandi útí eitt? Mun Toby ná að verða frægur með bandinu sínu? Mun Magni gerast meðlimur í Húsbandinu? Endar Dilana í spennitreyju á hæli einhvers staðar? Hvað verður um Storm? Mun Ryan fótbrotna við að detta niður af hátölurum á sviði í miðjum tónleikum? Og þar fram eftir götunum....

Jæja, þýðir víst lítið að velta sér uppúr því. Það er margt spennandi framundan - ekki síst hljóðfræði! - svo ég get bara hlakkað til að lifa mínu eigin lífi framvegis Koss.

Þar til næst...

Birgitta - í pínulitlum fráhvörfum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Hehe það er ekki laust við smá fráhvörf;) En fullt framundan. Samt er ég fegin að næturvökurnar eru frá.

Birna M, 15.9.2006 kl. 14:16

2 identicon

Þetta er svolítið eins og að klára góða bók, það skilur einmitt oft eftir sig tómleikatilfinningu og söknuð eftir persónunum...

Marta (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband