18.9.2006 | 09:37
Ótrúlega ýktur kvenleggur
Athygli mín var vakin á því um daginn að ég ýki all svakalega. Ég segi varla frá neinu án þess að ýkja, skreyta og færa í stílinn. Ég veit ekki hvort þetta er kostur eða löstur, sögurnar verða jú mun magnaðari (og vonandi skemmtilegri) svona ýktar en það gæti verið furðulegt fyrir þá sem ekki þekkja mig og vita ekki að mér ber að taka með ákveðnum fyrirvara.
Annars komst ég að því að þetta er hæfileiki sem erfist í beinan kvenlegg. Móðir mín er svona, systur mínar eru svona og dóttir mín er orðin mjög fær í þessu - "Árni er ALLTAF að trufla mig", "Þú vilt ALDREI gefa mér nammi", "Ég má ALDREI gista hjá vinkonu minni". Gott ef móðuramma mín er ekki svona líka... Látum það liggja milli hluta.
Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það er að vera í matarboði með áðurgreindum kvenlegg... Orð eins og Aldrei, Alltaf, Rosalega, Svakalega, Risastór, Milljón sinnum og þar fram eftir götunum eru mjög algeng. Það er t.d. ekki mikið að gera hjá téðum kvenlegg hann er að DRUKKNA. Húsin þeirra eru ekki óhrein, maður kemst ekki inn í þau án þess að moka sig gegnum skítafjall. Eiginmennirnir eru annað hvort vanvitar eða snillingar, hefðir skapast eftir eitt skipti og þar fram eftir götunum.
Ætli það sé vegna þessa sem ég er svona skipulögð? Það er alltaf svo rosalega mikið að gera hjá mér - þarf að klífa þvottafjöll, elda ofaní milljón manns, læra úr þúsund bókum á dag, þrífa hundrað hæða hús - að ég hlýt að þurfa að skipuleggja allt voðalega vel svo þetta gangi allt upp.
Þar til næst...
B
Athugasemdir
Eru þetta nú ekki smá ýkjur hjá þér Birgitta??? Að allur kvenleggurinn sé svona ýktur???
Engu að síður þá eru frásagnir þínar hér á blogginu mjög svo skemmtilegar burt séð hvort að þær eru ýktar eða eða ekki.So keep on this way girl.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 09:52
Bara snilld!!
Marta (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 10:50
Við eigum reyndar eftir að rannsaka þetta aðeins nánar. Þurfum að hafa samband við systur mínar og þeirra dætur, en tilfinningin er að þær séu bara nákvæmlega eins, svona dálítið skrautlegar en vel skrifandi og talandi.
Mamma
Dröfn (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 11:42
Vertu ekki að ljúga svona Birgitta, þú ert alltaf ljúgandi ég hef aldrei ýkt á ævinni, ég dó næstum því þegar ég las þetta mér blöskraði svo!
hehe ég held samt að það sé enginn í heiminum jafn duglegur í ýkjunum og hin systir okkar.. það kemur ekki útúr henni eitt orð nema það sé ýkt! Ég lofa!
Knús minnsta systir EVER hehe
helena (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 13:30
Blessuð frænka.
Móðir þín er sko alltaf að senda mér e-mail og þannig fékk ég slóðina á bloggið þitt.
Ég held að það sé eitthvað til í þessu. Allavega kvartar Ásgeir oft undan þessum ýkjum í mér. Hann vill aldrei koma í göngutúr (eftir eitt skipti), hann gleymir alltaf að slökkva ljósin.....o.s.frv.
kveðjur frá Gautaborg
Þóra
Þórai (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.