19.9.2006 | 08:22
Nú, ég hélt að franskar konur fitnuðu ekki?
Nema þetta séu bara karlmenn? Þriðjungur þjóðarinnar of feitur myndi þá þýða nánast allilr karlmennirnir - púff, ekki er það nú kræsilegt.
Offitan virðist helst "hrjá" láglaunafólk skv. fréttinni. Það er nú orðið frekar hræðilegt ef heilbrigt líferni er munaður þeirra betur settu.
Samt virðist það vera þannig.
Það er dýrt að fara í líkamsrækt.
Það er líka tímafrekt að fara í líkamsrækt, hugsið t.d. einstæða móður sem vinnur í verslun í Kringlunni frá 10-18 og aðra hvora helgi. Hvenær á hún að hafa tíma?
Hún getur auðvitað farið í labbitúr með afkvæmin eða sund en oft er það nú þannig að það er margt sem bíður manns þegar maður kemur heim úr vinnunni og lítil orka og/eða tími í annað en að sinna því.
Fyrir utan hvað hollur matur er dýr. Af hverju er hollur matur svona mikið dýrari en óhollur?
Mataræði minnar fjölskyldu batnar í beinu samræmi við fjárhaginn, við erum farin að hafa efni á því að borða hollt.
Það þarf eitthvað að skoða þessi mál þegar offita er orðin alvarlegra vandamál en alnæmi.
Þar til næst...
B
Þriðjungur Frakka of þungur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.