14.12.2007 | 23:20
Frá toppnum á botninn
Alveg er þetta magnað!
Ég skila af mér ritgerð og er 100% viss um að ég hafi skilað af mér þvílíkri snilld og að ég fái fína einkunn fyrir. Enda búin að leggja í hana blóð, svita og tár og læra eins og brjáluð manneskja alla önnina.
Ég geng útúr prófi og er svo ánægð með það að ég er alveg í skýjunum.
Svo líður dagur.
Og ég er ekki alveg jafn viss um árangurinn. Kannski var hann ekki alveg svona góður.
Svo líður næsti dagur.
Og mig fer að gruna að ritgerðin hafi nú kannski verið frekar grunn. Og innihaldsrýr. Og kannski bara frekar slöpp. Og eiginlega bara alveg glötuð!
Og að svörin á prófinu hafi ekki tengst spurningunum á nokkurn hátt. Og hafi því bara verið alveg gjörsamlega útúr kú. Og að kennararnir sitji núna og hlæi sig máttlausa yfir vitleysunni sem getur oltið uppúr einum nemanda.
Það er á þessum tímapunkti sem ég fer að fríska upp á (refresha) Ugluna á 5 mín. fresti.
Með kvíðahnút í maganum. Sem stækkar bara og stækkar.
Þetta upplifi ég tvisvar á ári - sjálfviljug.
Þar til næst...
B
Athugasemdir
Veðja rauðvínsflösku að þú verðir með 9 í báðu
Marta (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 13:22
ó guð hvað ég kannast við þetta.......hate it very much!!!
vonandi hefur allt gengið vel hjá þér
kveðjur frá Gautaborg
Þóra
Þóra Ingimundardóttir (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.