Út'á stoppistöð

Heimilið mitt er að verða eins og stoppistöð.
Stoppistöð póstútkeyrslumanna og -kvenna.

Á hverjum degi stoppa hérna bílar merktir UPS, FEDEX, USPS, DHL og örugglega fleirum sem ég man ekki nafnið (eða skammstöfunina á).

Þeir bera með sér pappakassa merkta hinum ýmsu fyrirtækjum - Amazon kannski helst en mörgum öðrum líka.

Það er ekkert smá GEÐVEIKT að sitja eins og prinsessa við tölvuna og smella smella smella og fá svo, nokkrum dögum seinna, heimfluttan pakka með alls konar spennandi dóti.

Reyndar er þetta eiginlega OF auðvelt, maður þarf ekki einu sinni að horfa framan í vísakortið, engin leið að koma að samviskubiti - eða bara viti Tounge.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Draumur hverrar konu - er það ekki bara

Marta Aðstoðarmaður (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband