Tívolítækin

Ég er ennþá með þessi blessuðu tívolítæki í maganum.
Næ bara ekki af hvaða hvötum fólk sest upp í svona tæki...  Meira að segja móðir mín góð fékk hroll af því að heyra sögurnar og þá er nú mikið sagt!!!  Hún er spennufíkill númeró únó!

Stratosphere

Einn ferðafélaganna fór í eitt tækjanna, þetta sem er ofan á miðjum turninum þarna efst á myndinni, og er svona freefall tæki. Þú þeysist semsagt á ofurkrafti beint upp í loftið og fellur svo niður á ógnarhraða - þyngarafl og svei mér þá ef þeir bæta ekki togkrafti í þetta líka...

Alla vega þá er byrjað á því að setja bleyju á öll sætin. Bleyju! Sem segir manni kannski bara í hnotskurn hvers konar geðveiki þetta er...
Þessi ferðafélagi minn settist í tækið og skýst upp.
Voða gaman.
Man svo ekki meir.
Fann þegar hann kom niður að hann hafði slefað.

Er þetta heilbrigt?

Mundi eftir því að þegar ég var í Vegas í fyrra þá heyrðum við af manneskju sem festist í einu tækinu þarna uppi.
Í þrjá klukkutíma!
Gerðum einmitt grín að því að þetta væri pottþétt eina manneskjan sem færi rík frá Las Vegas...

 x-scream_1Annað tækið er svona eins og rússíbanavagn sem skýst 3-4 metra út í loftið. 
Þú þeysist semsagt á fullum krafti út yfir borgina... Við erum að tala um strekkt andlit og hárið sleikt aftur...
Og hvað ef eitthvað klikkar? Ég bara spyr...

 

 


Síðast en ekki síst var þetta tæki insanitysem er ekkert minni geðveiki en hin 2.
Kannski er ég bara svoddan hrikaleg mús í mér en ég ýki ekki (Glottandi) þegar ég segi að ég hafi verið hálf-kjökrandi þegar ég stóð þarna og horfði á fólkið og hlustaði á öskrin.
Ég gat alla vega ekki fundið oggupoggupínkuponsulitla þörf hjá mér til að prófa þetta.
Hefði langað jafn mikið til að skera af mér hægri handlegginn með bitlausum hnífi - og það er ekkert grín! Hefði örugglega verið auðveldara fyrir mig en þetta...

En Vegas er samt frábær Koss - bara snilldarborg! Algjörir öfgar á alla kanta og maður er eins og lítið barn, glápandi upp í loftið og útum allt.
Meina, bara hótelið sem við gistum á er heilt póstnúmer!
Hversu mikil geðveiki er það?

Mæli með þessu fyrir alla! Að minnsta kosti einu sinni um ævina! En sleppa tækjunum ofan á Stratosphere...

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband