Mótmælaþjóðin mikla!

Það er alveg magnað hvað við Íslendingar erum lélegir mótmælendur.
Við sitjum hvert í sínu horni og tuðum og bölvum og rögnum yfir hinu ýmsa óréttlæti sem við erum beitt en þegar kemur að því að sýna skoðun okkar í verki eru allir uppteknir við eitthvað annað.

Meira að segja mótmæli sem felast í að senda skilaboð, eins og að versla ekki við okursamráðsaðlia og þ.h., verða aldrei að neinu. Fólk nennir ekki að keyra hálfum kílómetra lengra á bensínstöðina, það kemst ekki til að mótmæla kjörum kennara eða landsspjöllum.

They just can't be bothered...

Ætti eiginlega að segja We can't be bothered því ég er bara ekkert skárri! Skammast mín alveg fullt fyrir það!

Við höfum nú séð hvað við getum Íslendingarnir þegar við ákveðum að láta til okkar taka (sjáiði bara Rockstar Glottandi) en það er greinilega ekki sama hvers kyns málefnin eru.

Nú vil ég að við rússum öll niður á Austurvöll og mótmælum aðgerðaleysinu í okkur! Mótmælum mótmælaleysinu!
(veit samt ekki hvort ég kemst sjálf, þarf nefnilega að læra/setja í vél/taka úr vél/þvo á mér hárið...).

Þar til næst...

B


mbl.is Umhverfissinnar mótmæla á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýnir bara að meirihluti þjóðarinnar er með Kárahnúkavirkjun

hulda (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 14:43

2 Smámynd: Birgitta

Svo má líka líta á þetta þannig...

B

Birgitta, 2.10.2006 kl. 14:48

3 identicon

þú ert uppáhalds fréttaveitan mín.. ekki spurning!

marta (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 21:32

4 Smámynd: Kristján Haukur Magnússon

Ef svo væri, Hulda... Þá mætti sama segja um Íraksstríðið, matvöruverð og svo lengi mætti telja

Kristján Haukur Magnússon, 3.10.2006 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband