4.1.2008 | 14:46
Ljúfa líf
Mikið hrikalega er lífið ljúft þessa dagana.
Ligg í eðalbókmenntum, borða sushi í morgunmat (alveg satt!), konfektmola í eftirmat og hef það bara ofboðslega gott.
Ég "neyddist" til að lesa nokkrar íslenskar bækur útaf náminu mínu og mikið er ég glöð og þakklát fyrir það í dag. Ég er búin að kynnast nokkrum frábærum rithöfundum sem hafa auðgað andann minn svo um munar .
Af þeim stendur Jón Kalman Stefánsson langt uppúr, þvílíkur unaður að lesa bækurnar hans. Nú er einmitt Himnaríki og helvíti á náttborðinu og ég er að hugsa um að spara mér hana aðeins. Tími varla að byrja á henni strax því þá klára ég hana örugglega í dag/kvöld og þarf að bíða lengi eftir næstu bók.
Þarf líka að tæma hugann aðeins eftir að hafa klára Yosoy í gærkvöldi, ekkert smá sem hún togar í mig. Það er svona bók sem maður þarf að melta í nokkra daga og mun örugglega poppa upp í hugann öðru hvoru næstu vikurnar.
Fínt að lesa þá bara ammrísk slúðurblöð - þau galtæma hugann á nó tæm.
Þar til næst...
B
Athugasemdir
Nú líst mér á það, ertu farin að borða sushi
Hlakka til að fara með þér út að borða næst...
Marta (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.