13.1.2008 | 19:11
Áfram Ísland!
Ég fór á leikinn, í fyrsta skipti á landsleik síðan 1736 (eða þar um bil).
Stemningin var alveg meiriháttar og ótrúlegt stuð í Höllinni.
Nema í VIP stúkunni.
Þar var svo leiðinlegt að þar var varla klappað.
Svo leiðinlegt að það þurfti að bera einn áhorfandann sofandi út (reyndar var það barn en samt).
Þar sem ég sat beint á móti VIP stúkunni fylgdist ég ósjálfrátt með fólkinu þar. Ég bara næ ekki hvernig er hægt að sitja kyrr og stilltur og dannaður og penn á landsleik!
Og skil eiginlega ekki tilganginn með því að mæta á landsleik ef maður ætlar ekki að styðja sína menn. Væri ekki bara betra að vera heima?
Þetta náði þó ekki að skemma fjörið hjá okkur hinum og nú er maður raddlaus, sveittur og hás en fyrst og fremst aaalsæll með frábæran leik.
Áfram Ísland!!!
B
Íslenskur sigur í Höllinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.