Hætt í slúðrinu

Tók þá merkilegu ákvörðun að ég ætla að hætta að kaupa og lesa slúðurblöð. Ætla ekki að lesa fréttir af Britney Spears og co á "frétta"síðum eins og mbl.is og reyna bara í lengstu lög að forðast upplýsingar um annað fólk sem koma mér akkúrat ekkert við.

Það er allt hérna úti að drukkna í "fréttum" af Britney og það er varla til miðill hérna úti sem veltir sér ekki uppúr öllum vandræðum þessarar eymingjans stelpu og ræðir við "sérfræðinga" um mögulegar lausnir.
Ég held satt að segja að ein lausnin sé sú að neytendur segi nei við slúðri sem neysluvöru.

Og það ætla ég hér með að gera (sorry stelpur, engar fleiri slúðurblaðasendingar frá mér Kissing).

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já bara gott hjá þér. Er viss um að megnið af vandræðum stelpunnar er akkúrat tilkomið af því að þú ert alltaf að kaupa slúðurblöð .. DJÓK...
(ég var hætt að þurfa að setja inn netfangið mitt.. hvað gerðist?)

Marta (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 22:59

2 identicon

Frábært hjá þér, ég hef reyndar aldrei skilið þennan áhuga fólks á að lesa slúðurblöð, bara að blöð eins og séð og heyrt skuli bera sig finnst mér ótrúlegt, en það er bara ég, vantar þetta gen sem stjórnar forvitni um annað/óviðkomandi fólk.

Mamma.

Dröfn (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband