6.3.2008 | 19:45
"Fagur" fuglasöngur
Ég vakna upp við fuglasöng á hverjum einasta morgni.
Ég vil ekki segja fagran fuglasöng því mér er sko hætt að þykja fuglasöngur fagur. Ég vakna nefnilega við hann klukkan 5 á hverjum morgni.
Hérna í kringum mig eru hrafnar, krákur, álftir, endur, fálkar og svosem eins og 10 þúsund gerðir af alls konar smáfuglum sem ég kann ekki að nefna á nafn.
Og svo má ekki gleyma eymingjans andvaka uglunni sem ú-ú-úar frá svona 5 á morgnana til svona hádegis.
Það er ekki séns að sofa gegnum B-vítans fuglagargið. Þetta er eins og að vera með vekjaraklukku sem spilar aldrei sama lagið - enginn séns að venjast þessu og ekki fræðilegur að sofa við þetta. En núna, klukkan að verða 15, þá heyrist ekki múkk í þeim, ekki píp, ekki ú-ú-ú eða tíst-tíst-tíst eða arg-arg-garg.
Eina huggun mín er að á sunnudaginn fæ ég að færa klukkuna fram um 1 klst. sem þýðir að ég mun vakna við fuglapíp klukkan 6.
Þar til næst...
B
Athugasemdir
Það er sem sagt til eitthvað sem heitir "of mikið af því góða"? Mér finnst þetta æði - elska svona fuglakvak.
Edda (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 22:08
geturðu ekki keypt fuglafóður og dreift því útá götu svona 3 -5 húsum neðar eða í næstu götu og athugað hvort þeim fækkar ekki eitthvað :-)
M
DB (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 16:52
Þú átt alla mína samúð kæra vinkona. Fuglar eru viðbjóður!
Marta (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.