Páskaeggjablús

Af því ég er ekki wannabe rithöfundur þá er ég ekkert hætt að blogga, er bara andlaus.

Svo fæ ég heldur ekkert páskaegg og er búin að nota síðustu daga til að reyna að feisa heiminn eftir að ég uppgötvaði þessa hræðilegu staðreynd. Lagðist sko í rúmið í 2 daga við fréttirnar, er rétt að skríða á fætur en er ekkert viss um að ég geti meikað lífið næstu daga svona páskaeggjalaus.

Ákvað að fyrst ég fæ ekkert alvöru páskaegg skyldi ég reyna að fylla í skarðið með útlenskri páskakanínu frá Cadburys eða Herseys. Komst þá auðvitað að því að páskadraslið sem ég er búin að hafa fyrir augunum síðasta 1 og hálfan mánuðinn er allt BÚIÐ! Bara til eitthvað óbjóðslegt páskakanínugúmmídrasl sem enginn vill (og þess vegna ennþá til).

Núna þarf ég að koma mér í andlegt ástand sem gerir mér kleift að horfa á börnin borða sín páskaegg án þess að breytast í Hómer Simpson og með slefuna lekandi úr munninum rífa eggin af börnunum mínum og troða þeim í andlitið á mér.

Andlegur styrkur vel þeginn...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stend með þér, þú ert krullótta hetjan mín!

Marta (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 16:37

2 Smámynd: Edda Björk Andradóttir

Birgitta mín.  Páskaegg eru bara alls ekkert góð.  Ég sver, alveg satt.  Þau eru búin að standa og "rykast" í búðahillum í maaarrrgggar vikur.  Eru bara alls ekki góð.  Súkkulaðið sem er notað í eggin er svona afgangssúkkulaði.  Miklu betra að fá sér bara einn góðan Lindor mola frá Lindt.  Ég er viss um að það er hægt að bjarga einum svoleiðis úr búðunum í Ammríku.

Virkaði þetta???

Edda Björk Andradóttir, 23.3.2008 kl. 10:02

3 Smámynd: Birgitta

Mmmmm, nehhh eiginlega langar mig bara enn meira í rykfallið og myglað Nóa Síríus páskaegg við að lesa þetta . Þetta bjargaðist allt á endanum samt, unglingurinn minn fékk 3 egg og var svo yndisleg að gefa mér eitt  - er að gúffa í mig "as we speak".

Birgitta, 23.3.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband