23.3.2008 | 16:14
Fréttin eins og hún kom úr kúnni
er alveg sláandi.
Var einmitt að ræða þetta yfir kvöldverðarborðinu í gær og ég verð að segja að maður trúir varla sumu sem þarna kemur fram.
Fréttin er hérna Spoilt children disrupt schools
Hún gengur eiginlega út á það að kennarasamtök í UK eru að fara fram á að yfirvöld hjálpi eða hreinlega kenni foreldrum að segja NEI við börnin sín - og margt fleira, hvet ykkur til að lesa hana.
Hérna eru nokkur dæmi um foreldra sem kunna ekki að segja nei:
"mother who celebrated the fact she had been able to get her five-year-old to bed at 1am instead of his previous bedtime of 3am. "
"It also told of a seven-year-old who smashed up his Playstation in a tantrum, then spent a week pestering his mother until she bought him a new one."
"some parents simply could not say "no" when their children demanded televisions and computers in their bedrooms."
Þetta verða pottþét heilbrigðir og flottir einstaklingar þegar þeir vaxa úr grasi. Ætli þetta sé svona slæmt á Íslandi? Foreldrar sem kunna bara alls ekki að segja NEI við börnin sín? Og verðlauna þau fyrir frekjuköstin og suðið?
Þekki sem betur fer engin svona dæmi.
Þar til næst...
B
Foreldrar barnanna oft til vandræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maður hefur heyrt (eða lesið) margar ævintýralegar sögur af óþekkum börnum hér í Bretalandinu. Og ekki bara óþekkum. Hér hefur verið mikið um hnífaglæpi og yfirvöld hafa verið að bregðast við með því að fara með fræðsluprógramm í skólana. Í einhverjum skóla var það svo að einungis örlítið brot nemenda vissi að hægt væri að drepa mann með einni hnífstungu. Flestir héldu að það þyrfti ca. 20-30 hnífsstungur til. Maður getur ekki gert annað en bara klórað sér í kollinum þegar maður heyrir svona.
Edda (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.