Fréttir bannaðar börnum.

Þetta mál er svo hryllilegt að ég á ekki orð yfir það.
Þess vegna ætla ég ekki að segja meira um það nema óbeint.

Þetta var fyrsta frétt á dagskrá í sjónvarpinu í kvöld og ég endaði með að slökkva á sjónvarpinu. Yngsta afkvæmið sat við stofuborðið og var að teikna þegar fréttirnar byrjuðu en eitthvað við fréttaflutninginn fékk hana til að fara að fylgjast með. Svo dundu yfir mig spurningarnar:

"mamma, hvað er nauðgun?"
"mamma, af hverju voru menn að nauðga konu?"
"mamma, af hverju er lögreglan að leita að mönnunum sem nauðguðu konunni?"

Og fleira í þessum dúr.
Og ég slökkti á sjónvarpinu.
Og mun ekki kveikja á fréttatímanum aftur meðan börnin eru í nágrenninu.

Var ekki hægt að geyma þetta þar til í 10 fréttum þegar meirihluti barna á að vera farinn að sofa?
Mér finnst það.

Þar til næst...

B


mbl.is Tveir karlmenn nauðguðu ungri konu fyrir utan Þjóðleikhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Ekki bara þetta, líka viðtalið við strákinn í kastljósi í kvöld þar sem allar klámmýndirnar voru sýndar beint fyrir framan smábörnin. Ég átta'ði mig of seint þetta var svo fljótt að koma og lillan var í sófanum að horfa á. Ojbarasta!

Birna M, 24.10.2006 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband