Íslendingar af öðrum kynstofni en Danir?

Fékk góða ábendingu áðan vegna þessarar fréttar - fyrirsögnin hljómar svona:
Ekstra-Bladet sakað um kynþáttafordóma gagnvart Íslendingum

Hvernig geta Danir verið með kynþáttafordóma gagnvart Íslendingum?
Erum við ekki af sama kynþætti?
Erum við meira að segja ekki komin af Dönum (meðal annarra)?

Það er ekki nema Extra Bladet sé bara að tala um þá Íslendinga sem eru af erlendu bergi brotnir? 
Ég held nú samt að hingað til hafi þeir Íslendingar lítið verið að hafa sig í frammi í fjármálaheiminum, hvað þá að þeir hafi sýnt einhverja heimsyfirráðatilburði.

Nema það hafi komið í ljós að Danir séu ekki af sama kynstofni og við!
Og séu þá ekki Frændur okkar Danir lengur!

Hrikaleg tilhugsun!

Þar til næst...

B - heimsyfirráð eða dauði!

 


mbl.is Ekstra-Bladet sakað um kynþáttafordóma gagnvart Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Ótrúleg ásökun, kynþáttafordómar það var þá. Sá sem kom með þetta getur ekki verið með fulla fimm.

Birna M, 30.10.2006 kl. 17:58

2 Smámynd: halkatla

er það ekki málið að ef þú flokkar stóran hóp manna saman á neikvæðan hátt einsog þú viljir þeim illt, þá flokkast það undir einhverskonar rasisma-lög? þú getur verið að hvetja til einhverskonar óþæginda fyrir þá. Hútú-ar og tútsar í Rúanda voru allir dökkir á hörund, bara mis dökkir. Það er alveg hægt að taka það sem dæmi um hvernig slíkt virkar, þótt það eigi gjörsamlega ekki við í þessu tilfelli. 

þetta ekstra blaðs mál er samt vitaskuld alveg rosalega stórt, íslendingar kölluðu það yfir sig með því að vera svona ríkir, duglegir og frábærir á allan hátt, hehe

gamli danski frændinn er aðeins að taka í lurginn á okkur og þá ber okkur að verða bara enn erfiðari við þá ;)

halkatla, 30.10.2006 kl. 20:24

3 Smámynd: Birgitta

Þetta er samt ekki rétt orð yfir þessa fordóma. Spurning hvot þetta eigi ekki frekar bara að heita öfund Kiss?
Eða við þurfum að finna nýyrði yfir þetta...
Þjóðarfordómar?
Finnst það hljóma betur..

B

Birgitta, 31.10.2006 kl. 10:28

4 Smámynd: halkatla

ég held að það hljóti að vera einhver húmor á bakvið það að kæra þetta, allavega sprakk ég úr hlátri þegar ég heyrði það og sá þessi ummæli blaðsins bara sem öfund ;)

halkatla, 31.10.2006 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband