5.5.2008 | 00:55
Hvað er ár (á milli vina)?
Það er alveg ótrúlegt að um þessar mundir er rétt um ár síðan við Undramundur byrjuðum að flengjast milli heimsálfa að skoða hús.
Man vel eftir fyrstu skiptunum sem við komum hingað, hvað mér þótti undarleg tilhugsun að ætla kannski að búa í einhverjum af þeim húsum sem við vorum að skoða. Hvað það var eiginlega alltaf óraunverulegt og fjarri sjálfri mér að þessi hús gætu verið tilvonandi heimili mín.
Það var eiginlega ekki fyrr en ég var búin að búa hérna úti í nokkrar vikur sem ég áttaði mig á þessu, kannski eftir seinni skólaferðina mín til Íslands þegar ég sá fram á að eiga ekkert eftir að koma heim næstu 2-3 mánuðina.
Þá fékk ég svoldið sjokk.
Og núna erum við búin að vera hérna í 8 mánuði og erum farin að hugsa um hvað við ætlum að taka með okkur heim aftur. Hverju við munum koma fyrir og hvað ekki, hvað tekur 220V straum og hvað ekki, hvort það borgi sig að flytja bílinn heim eða ekki.
Ekki nema 2 mánuðir í heimferð!
Ótrúlegt alveg!
Þar til næst...
B
Ps. Sést ósköp vel á þessu korni mínu hvar "heima" er
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ár
er bara akkúrat
ár..
..upp á hár
Þau eru bara eitthvað mislengi að líða.
Marta Fjallaskáld (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.