Keypti mér frið

Stundum voðalega erfitt að vera mamma og grasekkja. Sérstaklega og sérílagi þegar maður er að rembast við að koma frá sér ritgerð byggða á snilldarverkum ÞÞ og annarra góðra höfunda og þarf virkilega á bróðurparti hugarorkunnar að halda bara svo maður missi sig ekki í fliss og kjánaskap yfir orðsnilldinni.

Á svona stundum eiga börnin mín blíðu það til að verða mjöööög þurfandi.
Mamma, ég skil ekkert í þessari stærðfræði.
Mamma, stóri bróðir er að pirra mig.
Mamma, stóra systir er með tónlistina alltof hátt, ég fæ hausverk.
Mamma, viltu  ________________ (setjið inn næstum allt sem ykkur dettur í hug)
Mamma, mamma, mamma, mamma, mamma, mamma, mamma (eins lengi og ykkur dettur í hug).

Svo er maður svo snúinn að oftast pirrast maður bara meira og meira og urrar eitthvað á litlu saklausu englana í stað þess að taka sér pásu og veita þeim þá athygli sem þau einhverra hluta vegna þurfa akkúrat á þessum tímapunkti.

Eftir svona episode í kvöld ákvað ég að slíta mig frá ÞÞ og co og sinna litlu englabörnunum. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að kenna bróðurnum Kleppara. Litla skottið kunni hann svo við tvær kenndum honum spilið á nokkrum mínútum.
(fyndið að litla skottið kallar þetta ekki Kleppara, það er ekki lengur politically correct - núna heitir þetta víst Klappari GetLost)
Og ég er búin að fá FRIÐ í allt kvöld!
Gat klárað bókmenntirnar mínar, punktað fullt hjá mér og heyrði ekki í börnunum nema gleðilæti og fögnuð.

Mæli með þessu...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grasið mitt hefur fengið að vaxa villt í 8 daga og ég er á síðustu dropunum. Stóra barnið stríðir miðjubarninu sem atast í litla barninu sem atast í stóra barninu sem ætti að vera að undirbúa próf og verkefnamöppur eins og mamman.

Hættu þessu Pollýönnu kjaftæði - þetta er bara hundfúlt og hana nú!!

Marta á síðustu metrunum (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 11:23

2 identicon

jah, þú ert kræf frænka.  Ég myndi sko ALDREI kenna börnunum mínum svona hræðilegt spil.  Við Eiki spiluðum þetta nokkuð stíft í tilhugalífinu og ég þakka bara fyrir að við erum ennþá saman.  Eiki og Dóra systir hans "skildu" líka næstum því þegar þau voru börn - bara út af $&"&%"$.  Þetta er bara jafn hræðilegt og Voldemort, maður þorir ekki einu sinni að segja nafnið...þess vegna heitir það lika örugglega öðru nafni í dag.

Edda (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 19:05

3 Smámynd: Birgitta

 Hvers konar tilhugalíf áttuð þið eiginlega kæra frænka? (segi ég sem spilaði monopoly á hverjum degi í brúðkaupsferð á Bahamas )

Birgitta, 30.4.2008 kl. 19:14

4 Smámynd: Birgitta

Marta mín - kenndu þeim Kleppara (eða Klappara eða whatevs), fáðu þér rautt eða hvítt og lakkaðu neglurnar!

Birgitta, 30.4.2008 kl. 19:15

5 identicon

Hnuss.. hvernig á ég að geta prjónað með nýlakkaðar neglur...

Marta (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband