Jákvæðni í boði ÞÞ

Sveimér þá, held bara að jákvæðnin sé að ná tökum aftur. Pollýönnupakkinn og allt saman.

Er ekki frá því að hinn eini sanni Þorgrímur Þráinsson eigi sinn þátt í að létta lundina. Er að lesa eina af bókunum hans og er búin að reka augun (ái!) í þvílíka snilldarfrasana að það er ekki hægt að vera í fýlu.

Hér eru nokkur sýnishorn:

Heimferðin var að mörgu leyti spennandi því rútan ók í gegnum marga misháa en fíngerða skafla...

Tíminn stóð í stað heima hjá Kidda og þau Agnes gátu nánast þreifað á heitum tilfinningum hvors annars...

Strákarnir smeygðu sér inn eins og mjóar mýs...

Snjókorn féllu til jarðar af mikilli nærgætni...

Þreytan liðaðist eftir leggjunum eins og árfarvegir...

Þegar hann sá áverkana á andliti hennar varð hann tilfinningalaus af geðshræringu...

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jiminn, ef unglingabækurnar eru svona, hvernig eru þá fullorðinsbækurnar???

Fyndni píanókennarinn (óstuðlaður) (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:59

2 identicon

Hvað er Þorgrímur Þráinsson annað en stuðluð ofurhetja?  Mæli hiklaust með meistaraverkinu hans sem kom út fyrir síðustu jól.  Þar eru sko fleiri en einn og fleiri en tveir frasar sem við hjónin höfum notað óspart síðan. 

Edda (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 08:45

3 identicon

já þvílík snilld, hvað er ÞÞ annað en stuðluð ofurhetja! Skora á þig Edda að koma með góða frasa úr jólabókinni ykkar hjóna til að kæta Pollýönnu...

Marta (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 11:43

4 Smámynd: Birgitta

Snilld - ÞÞ er auðvitað ekkert annað en stuðluð ofurhetja í öðru veldi.
Tek undir áskorun Mörtu - gemmér nokkra góða frasa, þetta heldur mér sko gangandi þessa dagana.

Birgitta, 29.4.2008 kl. 13:02

5 identicon

Úúú, en gaman!  I´m wanted... En stelpur mínar, I wouldn´t dare spoil the fun.  Neihei.  En ég get laumað því að ykkur að ÞÞ er með það alveg á hreinu hvað eru einkaathafnir og hvað ekki...

Edda (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband