12.11.2006 | 20:39
Fornar syndir 2
Ég fjallaði um daginn um spillingu ráðherranna í Svíþjóð og komst að þeirri niðurstöðu að ástandi væri orðið frekar slæmt þegar maður er orðinn svo samdauna spillingunni að manni þyki brot þeirra ekki svo alvarlegt að það krefjist afsagnar.
Mér þykja þessi kosningaúrslit morgunljóst dæmi um hvað Íslendingar eru orðnir samdauna spillingu stjórnmálamanna.
Ókei, batnandi mönnum er best að lifa og allt það en hvaða kröfu getum við gert til þess að stjórnmálamenn starfi af heilindum þegar við kjósum yfir okkur dæmda glæpamenn?
Og það einhvern sem er dæmdur fyrir óheiðarleika í starfi..?
Held að við eigum bara skilið það sem við fáum og verði okkur að góðu!
Þar til næst...
B
Óbreytt staða í Suðurkjördæmi þegar búið er að telja helming atkvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.