15.11.2006 | 13:31
Madonna aftur í gæludýrabúðina
Þetta er nú farið að verða hálf-ógeðslegt finnst mér.
"Madonna segist ætla að hafa dóttur sína og son sinn með sér til Malaví og leyfa þeim að velja barn með þeim hjónum".
Gæti alveg eins staðið "Madonna segist ætla að hafa dóttur sína og son sinn með sér til Malaví og leyfa þeim að velja gæludýr með þeim hjónum".
Mér finnst alveg fáránlega siðlaust að ætla börnunum sínum að hjálpa sér að finna sætasta og krúttlegasta barnið. Fyrir utan hvað það er fáránlegt að setja þessa ábyrgð á börn, ábyrgðina á að velja hvaða barn á að taka og hverju á að hafna.
Held að öll börnin hennar Madonnu eigi eftir að verða í áskrift hjá sálfræðingum seinna meir.
Þar til næst...
B
Madonna vill ættleiða stúlku frá Malaví | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hún hefur ekkert með börn að gera þessi manneskja.
Birna M, 15.11.2006 kl. 16:32
Er sammála þér hérna. Er ekki hrifin af þessu 'þriðja heims ættleiðingar trendi'. Er líka sammála varðandi færsluna hérna að neðan. Heimur versnandi fer, það er víst áreiðanlegt...
Hilla Sig (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.