Hemúlar og fílifjónkur

Trúi bara ekki Edda mín að þú vitir ekki hvað Hemúll er... Bara neita að trúa því!

Hemúlar eru fyrirbæri sem finnast í múmínálfunum. Í einu af námskeiðunum mínum í vetur lásum við grein um múmínálfana. Þar minnist höfundur á að sumir karakterarnir í bókunum eru eins konar staðalmyndir fyrir ákveðnar manngerðir. Þar er Hemúllinn dæmi um týpuna sem vill hafa allt í röð og reglu og verður alveg ómögulegur þegar hlutirnir ganga ekki eftir planinu. Þeir eru safnarar, man sérstaklega eftir einum sem safnaði frímerkjum og öðrum sem safnaði sjaldgæfum jurtum. Listar og skrár eru í uppáhaldi hjá þeim.

Við lestur greinarinnar komst ég að því að ég er svoldill Hemúll í mér. Vill alltaf hafa allt Planað og skipulagt og vita vel hvað er framundan og helst í hvaða röð það á að gerast. Þess vegna er ég mikið fyrir að búa til lista yfir ótrúlegustu hluti. Þær sem hafa unnið með mér verkefni í skólanum ættu að vita hvað ég meina Whistling.

Þess vegna er síðasta færsla frekar ólík mér, enda verð ég að segja það Mörtu til huggunar að ég var búin að gera rosalega flott Pökkunarplan. Setja niður í Calendarið í Outlook hvaða herbergi skildi tekið hvaða dag, hvað færi í hvern kassa og hvert skildi stafla kössunum þegar þeir væru fullir. Var meira að segja búin að gera Plan fyrir börnin.
Svo bara dinglast ég hérna um í einhverri óreiðu og skipulagsleysi og pakka bara einhverju oní einhverja kassa. Undramundur komst t.d. að því í gær að ég er búin að pakka niður bróðurpartinum af diskunum, glösunum og skálunum, það er rétt að við eigum nóg í einn umgang Pinch. Og það eru sko alveg 11 dagar þar til við flytjum PinchPinch.
Held að Undramundur sé bara feginn að vera að stinga af úr óreiðunni. Vona bara að það greiðist úr henni (óreiðunni) og komi í ljós að þetta hafi bara verið hrikalega gáfulega pakkað hjá mér og allt verði komið ofan í kassa á réttum tíma. Ef ekki þýðir það sama spanið og alltaf síðustu 2 dagana en það verður þá bara að hafa það.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta

Þetta með ísskápsseglana get ég bara sagt undir 4 augu .

Birgitta, 15.6.2008 kl. 15:31

2 identicon

Spái spani, það virðist óumflýjanleg........

Marta (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 16:51

3 identicon

Ég mundi nú að Hemúllinn væri í Múmínálfunum en fyrir hvað hann stendur vissi ég ekki.  Nú er ég sum sé fróðari.  Vá hvað ég þyrfti eitthvað af þessum hæfileika þínum (mér finnst þetta hæfileiki) í pakkið mitt.  Ég er svo langt frá því að vera svona skipulögð.  Ef ég geri lista og dagskrá þá er alveg á hreinu að allt fer út um þúfur og bara alls ekkert er eins og ég hafði ráðgert.  Mamma er nú vanalega rétt á eftir mér til að redda málum en nú reynir á Edduna sjálfa.  Ætli ég endi ekki á að pakka bara endurvinnslukössunum og skilji restina eftir hér.  Það væri mér líkt.

Og ég hlakka til að heyra þessa spennusögu af ísskápaseglunum!

Edda (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband