Skipulagsleysi

Jæja, þá er maður kominn í sama pakkann og fyrir 11 mánuðum síðan - að pakka niður heilli búslóð Pinch. Get ekki sagt að það sé neitt skemmtilegra 2008 en það var 2007. Eiginlega bara leiðinlegra.

Nú þarf ég að pakka með það í huga að við þurfum að hafa eitthvað af dótinu okkar uppivið þennan mánuð sem við erum á flandri á Íslandi, áður en við fáum búslóðina okkar í hendurnar. Tekur nefnilega heilar 5 vikur að sigla henni yfir hafið. Við erum líka með aðeins meira en tonnið sem við fluttum með okkur út - í tonninu voru akkúrat engin húsgögn Shocking.

Við þurfum því að vera með allt sem þarf í útilegur, sumarbústaðaferðir, sumarbúðaferðir, sundferðir og eitthvað fleira sem ég man ekki í augnablikinu. Heilinn er nefnilega ennþá að komast í gang eftir afmælishelgina ógurlegu sem er líklega ástæðan fyrir því hvað ég er hrikalega óskipulögð.

PakkaPökkun dagsins hefur farið þannig fram að ég tek kassa og byrja að pakka í hann t.d. bókum. Sé svo spilaskápinn og tek annan kassa og byrja að henda í hann spilum. Man þá eftir bókunum í herbergjum barnanna, tek annan kassa og ræðst á bókaskápana þeirra. Finn spil innan um bækur barnanna og skutla þeim í spilakassann niðri. Heyri þá að þurrkarinn er búinn, tek úr honum og brýt saman rúmföt. Ákveð að það sé óþarfi að vera með öll þessi rúmföt í gangi og tek kassa og byrja að pakka niður rúmfötum. Þau fylla bara hálfan stóran kassa svo það er fínt að henda nokkrum handklæðum ofan í hann líka.

Ég er semsagt ekki búin að KLÁRA neitt. Bara BYRJA Á.
Hversu lengi ætli ég geti BYRJAÐ Á þar til ég er búin að KLÁRA?

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjööööööööööög löngum, trúðu mér. Ég get eytt mörgum dögum í að byrja á hlutum án þess að klára þá - samt er ég ekki að flytja.
Mundu svo að henda ónýtum nærbuxum, tuskum og sængurfötun frekar en að flytja það á milli heimsálfa, það er mitt flutningsráð til þín. (Segi ég sem hef bara flutt á milli landshluta)

Martaq (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 19:53

2 identicon

...já, gleymdi að spyrja, hvernig hefur Hemúllinn það?

Marta (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 01:06

3 Smámynd: Birgitta

Ísskápsseglarnir fá samt að koma með okkur heim aftur .
Held að hemúllinn hafi bara drukknað í afmælisstússi - lagstur í dvala bara. Held líka að hemúlum líði ekki vel í 38°+.

Birgitta, 10.6.2008 kl. 01:17

4 Smámynd: Edda Björk Andradóttir

Maður dettur út í nokkra daga og þá eruð þið tvær farnar að tala dulmál!  Hrumpf!  Hver er hemúllinn?

Ég er búin að pakka í 5-6 kassa.  Ég var hins vegar greinilega ekki með meðvitund þegar ég gerði það því ég man ekkert hvað er í hverjum.  Sumir eru 33 g en aðrir 78 kg.  Svo ég þarf að gera þetta alllllt aftur.  Vinsamlega forwarda svo öll pökkunar- og flutningsráð á undirritaða.

Edda Björk Andradóttir, 15.6.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband