17.6.2008 | 11:59
Farin í brasilískt...
á eftir.
Og ekki halda að þó ég hafi misst yfirvaraskeggið í síðustu viku sé ég á leiðinni í brasilískt vax! Ónei, myndi ekki leggja í slíkt nema ég yrði svæfð . Ætli þetta hafi ekki verið notað sem pyntingaaðferð í seinna stríði? Sko hárplokkun viðkvæmra líkamslhuta? Kæmi mér sko ekki á óvart!
En ég er semsagt farin í brasilískt hárslétterí eða afkrullun eða curl-be-gone eða hvað þið viljið kalla það. Krudlurnar fá að hvíla sig næsta hálfa árið eða svo, eftir það eiga þær víst að koma aftur þessar elskur. Þetta er því eiginlega bara krullubæling ekki krulluextermination.
Ég er mjög spennt, hlakka til að sjá hvort þetta hafi einhver áhrif á ofurkrullurnar mínar. K nágranni fór í síðustu viku og er himinlifandi súperánægð en þar sem hún er argentísk og ekki með svona víralubba eins og ég þá er það kannski ekki alveg að marka. En þetta er spennó og kemur allt í ljós, í besta fjalli verður lubbinn viðráðanlegri og í versta falli snoða ég mig bara og kaupi mér flottar derhúfur og klúta.
Gleðilega þjóðhátíð
B
Athugasemdir
Hlakka geggt til að sjá mynd af afrakstrinum :)
Marta (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.