Mannflúensa

Þetta er bara heilagur sannleikur.
Það verður enginn eins veikur og veikur karlmaður.

Það liggur við að þeir séu við grafarbakkann ef þeir fá smá hor í nös, hvað þá ef þeir ná sér í almennilega flensu.

Ég þekki mann (nefni engin nöfn) sem verður svo veikur þegar hann fær mannflúensuna að hann stynur og emjar - meira að segja í svefni.
Ekki bara stundum heldur alltaf!
Og telur einmitt besta ráðið að liggja í rúminu þar til hann er orðinn frískur.
Og vill fá þjónustu, tillitssemi, ástúð og umhyggju í samræmi við að hann er dauðvona.

Þessi maður (nefni aftur engin nöfn) á konu sem hefur mjööööög takmarkaða þolinmæði í svona ********skap.
Hún (ætla líka að halda hennar nafni leyndu) hefur kannski þolinmæði fyrsta daginn, ætla ekki einu veikursinni að segja fyrsta sólarhringinn því það er yfirleitt ekki svo lengi, en eftir það hefur henni lærst að það borgar sig fyrir heilsu hjónabandsins að forðast þennan fársjúka mann.
Hann þarf því að búa sér til hunangste sjálfur.
Hann þarf sjálfur að ná í nýja bók/hreina sokka/heitan bakstur/trefil/flíspeysu/teppi því ef hann biður konuna sína má hann alveg eiga von á því að fá þetta í hausinn.

Sko, það er ekki eins og konan hans sé vond! Alls ekki!
Henni verður bara alltaf hugsað til þess þegar hún sjálf er veik.
Þegar hún er veik vill maðurinn hennar bara loka hana inni í svefnherbergi og hún á að liggja í bælinu þangað til hún er frísk.
Ef hún gerir þetta ekki er hún ekki veik og getur alveg hugsað um börnin, eldað matinn, skúrað og þvegið, skutlað og sótt og hvað annað sem þarf að gera.

Hrmpfff

B


mbl.is Karlmenn kvarta meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þið eruð einfaldlega gerðar til að þola meiri sársauka, við værum það líka ef við ættum von á því að fá eitthvað jafnstórt handbolta út um rassinn einhvern tíma á lífsleiðinni.

jj (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 09:48

2 Smámynd: Ólafur fannberg

geimverur þola allt

Ólafur fannberg, 21.11.2006 kl. 19:20

3 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Æi já himinn og jörð farast ef það geltir smá hósti í þessum greyum..... einn þekkti ég (best að nefna heldur engin nöfn) sem nældi sér í slæma streptókokka og taldi þessi elska víst að hann væri við dauðans dyr og þótti kraftaverk að hafa á endanum staðið þetta af sér

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 22.11.2006 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband