Bakveikt gamalmenni

Líður eins og ég sé orðin 102 ára.
Eða eins og ég sé komin 8 3/4 mánuði á leið.

Er með einhvern óþverra í bakinu sem gerir það að verkum að ég skapplappast (*þetta er víst varla orð, finnst það samt svo fyndið að ég ætla að leyfa því að standa) um, annað hvort með hönd á mjöðm og magann út eða hokin eins og gamalmenni.

Líklegasta skýringin er svefn á mörgum misgóðum dýnum í misbreiðum fletum undanfarna daga. Sparkaði ektamanninum úr rúminu í gærkveldi og er ekki frá því að ég hafi skánað eilítið við að fá að breiða úr mér í friði.

Svo gæti skýringin reyndar líka verið að Mörtu hafi tekist að dreyma í mig stúlkubarn - hún er alla vega búin að reyna það mikið. Og maginn búinn að stækka eitthvað síðan við komum heim - ég sem hélt að maður ætti að fitna í USAnu, ekki á Íslandinu..?
Nehh, það þyrftu að vera rammgöldróttar draumfarir ef það hefur tekist hjá henni.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri nú ekki amalegt að bera undir belti stúlkubarn sem bæri tign og fegurð vestfirskra fjalla með augu svo blá sem himinninn í Hvestu....

Marta (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 11:41

2 Smámynd: Birgitta

... og fengi nafnið Ísafold Fjallkona.
Án gríns þá er þetta með betri söluræðum sem ég hef séð/heyrt.
Ræðan hennar R sys á föstudaginn var líka assgoti góð - nú þarf ég bara að leggjast undir feld (með Undramundi ).

Birgitta, 14.7.2008 kl. 11:33

3 identicon

Obbobobb, það er bara allt í gangi!  Hvað gerðist eiginlega þarna vestur á fjörðum? 

Edda (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband