15.7.2008 | 17:00
Styttist heim
Það styttist í að við komumst alla leiðina heim . Gámurinn er kominn til landsins, ég er búin að fylla út fullt af skjölum og fara með til Tollsins og nú eiga þeir bara eftir að gramsa í hnífapörum og ísskápsseglum, naríum og náttfötum og fleiru skemmtilegu og fullvissa sig um að við séum ekki með neitt óhreint í gámahorninu (nema kannski óhreint tau) og þá getum við skellt ferlíkinu í innkeyrsluna og byrjað að moka út.
Það er ótrúlega gott að vera í ömmu- og afakoti en heima er best segir einhvers staðar og ég held að við litla fjölskyldan séum öll tilbúin að komast alla leiðina heim og ljúka þessu ferðalagi okkar.
Þar til næst...
B
Athugasemdir
Æji hvað ég skil ykkur - eins og það er gott hjá ömmu og afa þá er alltaf best heima. Bíð spennt eftir frekari fréttum.
Marta (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.