Bara sko

Meðan ég sit hérna og bíð eftir símtali frá gámamanninum góða sem ætlar að keyra búslóðina mína heim er ég að huxa smá um málfar og orðalag.

Komst að því að ég nota alltof mikið af einhverjum leiðinda smáorðum.
Bara, sko, þúst (þú veist) o.s.frv.

Ætla að gera heiðarlega tilraun til að þurrka þessi litlu óþarfa grey úr orðaforðanum í bili. Þessi færsla er til að mynda alveg laus við bara og sko, sem eru orðin sem ég nota alltof mikið.

Sko bara mig!

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þúst - kíkti sko bara svona sko inn til að tékka hvernig þúst gengi að taka upp úr kössum og aðlagast þúst aftur sko bara lífinu á Íslandi...

Edda (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband