Það sem er hægt að gera standandi....

Bakið er enn að angra gömluna mig (nokkuð viss um að það er engin fjallkona í bumbunni). Þetta er orðið þannig að ég get eiginlega bara staðið eða legið, það er vont að sitja lengi.

Ég er því búin að nota daginn í að finna mér eitthvað til dundurs sem ég get staðið við. Það er ekkert gaman að lesa standandi, held engri einbeitingu við það.
Fyrst var auðvitað að ryksuga - veit að það er ekki sniðugt með bilað bak en það er svo leiðinlegt að skjögra um á skítugu gólfi.
Svo bakaði ég - engar setur yfir bakstri svo þetta hentaði mjög vel. Bakaði þetta fína tilbrigði við sjónvarpstertu. Ákvað að taka suma mér til fyrirmyndar og setti spelt í staðinn fyrir hveiti, hrásykur í stað sykurs, tröllahafra í staðinn fyrir kókosmjöl og af því ég átti ekki lífrænt ræktað íslenskt smjör setti ég kókosolíu í staðinn. Borið fram með lífrænt ræktuðum Kjörs - algjört sælgæti! Mun betra en venjuleg, bæði að mati mínu og dótturinnar.
Þvoði þvott (ókei, ég veit að maður bograr og baksar við þvottinn en hann þvær sig ekki sjálfur Pinch).
Slétti á mér lubbann (sem btw varð ekkert sléttur eftir brasilísku meðferðina).

Og nú vantar mig uppástungur. Hvað fleira er gaman að gera standandi?
(ekkert þannig, veit sko alveg hvað þú varst að hugsa Sideways)

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hægt að ná sér í trönur og málningu og leysa listamanninn úr læðingi. Einnig minni ég á að Halldór Laxness skrifaði alltaf uppistandandi. Sjálf fékk ég standandi klippingu þegar ég var komin 8 mánuði á leið með miðjukrúttið og gat ómögulega setið í meira en þrjár mínútur í senn.

Annars er bara best að liggja út af og vorkenna sjálfum sér þegar maður er í þessu ástandi. Samúðarkveðjur.

Marta (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 15:38

2 identicon

...já og mér líst hrikalega vel á hollustusjónvarpstertuna!

Marta (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 17:27

3 Smámynd: Guðrún Gyða Árnadóttir

Vá! Maður fær bara minnimáttarkennd.....þvílík kaka. Held að spelti hafi aldrei ratað í Feitakofaskápa og tröllahafrar?? Þurfti orðabók Menningarsjóðs í það. Er aftur á móti alveg lost þegar kemur að því að halda uppi fjörinu standandi. Geturðu dansað?

Guðrún Gyða Árnadóttir, 27.7.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband