Ekki rétt... eða jú

Viðbót: Ég get ekki annað en étið þetta ofan í mig aftur. Þetta var víst allt saman hárrétt og við í þriðja sæti riðilsins. Vil kenna ÓL síðunni þar um sem og minni eigin fljótfærni Wink.

Í fyrsta lagi unnu þeir auðvitað Suður Kóreu ekki Egyptaland og í öðru lagi getum við ekki farið neðar en í annað sætið í riðlinum.

Staðan er svona núna, áður en DK og DE keppa:

Handbolti

Humm, veit ekki hvort þetta sést. Alla vega er Ísland efst í riðlinum með 6 stig og  5 mörk í plús. S-Kórea í öðru sæti með 6 stig og 7 mörk í mínus.
Ef Þýskaland vinnur förum við í 2. sætið, S-Kórea í 3. og Rússar í 4.
Ef Danmörk vinnur þurfa þeir að vinna með meira en 5 mörkum til að fara yfir okkur og ef liðin gera jafntefli þá yrðum við í efsta sætinu með jafnmörg stig og DE og S-Kórea en með fleiri mörk í plús.

Hægt að skoða þetta betur hjá IHF.

Þar til næst...

B


mbl.is Rússar unnu stórsigur á Suður Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þakka þér fyrir þetta

adolf (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 09:31

2 identicon

Spurning um að vita hlutina 100% áður en sagt er frá sem staðreynd þar sem S-Kórea vann gegn okkur og eru því sæti fyrir ofan :)

Benedikt (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 10:04

3 identicon

það eru innbirðis viðureignir sem ráða röðinni en ekki markatalan, þannig að við getum aldrei farið upp fyrir Suður Kóreu úr þessu

Sandra (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 10:12

4 Smámynd: Birgitta

Við erum samt skráð í fyrsta sæti núna þrátt fyrir að S-Kórea sé með jafn mörg stig og við. Eins og röðin er á síðu IHF (International Handball Federation) þá erum við fyrir ofan S-Kóreu... Ef þær upplýsingar eru rangar biðst ég bara afsökunar á þessum mistökum .

Birgitta, 18.8.2008 kl. 11:00

5 Smámynd: Birgitta

Fyrirgefið, upplýsingarnar eru ekki af IHF heldur Official Ólympíusíðunni. Hefði nú haldið að maður ætti að geta treyst þeim upplýsingum - en hvað veit ég ?

Birgitta, 18.8.2008 kl. 11:25

6 identicon

Pass. Viðurkenni hér með vanmátt minn, skil hvorki færsluna né kommentin.

Marta (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband