Áskorun til þín...

Ég heyrði bút úr viðtali í útvarpinu um daginn sem situr svo fast í mér.
Þar var verið að segja frá því að 80% neyslunnar er í höndum 20% mannkyns (ég á samt alveg örugglega svona 10% af þessum 80 Blush).

Þetta hitti alveg í mark hjá mér því ég held ég verði neyslusjúkari með hverju árinu.
Núna byrjaði ég t.d. að kaupa jólagjafir í ágúst - af því ég ætlaði að vera svo hagsýn.
Ákvað að kanna lagerstöðuna núna áðan og komst að því að ég var búin að steingleyma jólagjöfunum sem ég keypti í ágúst (og september) og er því komin með heila hrúgu af gjöfum fyrir alltof marga - sérstaklega börnin.
Og þau hafa sko ekkert gott af öllum þessum gjöfum!

Það versta við þetta allt saman er að ég er ekki hætt. Núna eru t.d. á leiðinni pakkar frá Amazon, Eddu og JPV. Ég gleymdi nefnilega alveg að reikna með jólabókunum.
Það verða jú allir að fá jólabók - eða hvað?!

Annars kenni ég systrum mínum um þetta allt saman!
Það er ekki hollt að gefa bara síns eigins börnum gjafir - það vantar fleiri börn í familíuna! Eða bara ketti...!

Kannski að þetta sé bara gömlunni að kenna! Já, held það bara!
Veit ekki betur en að hún sé lítið skárri (ef ekki bara verri) en ég. Held hún byrji að kaupa gjafir í janúar og kaupi eina á mann í hverjum mánuði! Alla vega í hverri utanlandsferð!

 

Að öllu gríni slepptu þá er þetta eitthvað sem maður ætti virkilega að skoða hjá sjálfum sér.
Væri ekki nær að nota eitthvað af aurunum sem fara í alla þessa neyslu í eitthvað annað? Dreifa einhverju af þessum 80% sem við erum að neyta? Styrkja þá sem eiga um sárt að binda?
Nóg af málefnum til að styrkja - alveg sorglega mörg málefni nefnilega.

Ég ætla því að skora á alla sem mögulega geta að velja sér eitt málefni og styrkja það um andvirði einnar jólagjafar fyrir þessi jól.
Það má alveg hugsa með sér að maður eigi eitt systkini í viðbót, annað barn, vin, kött eða annað sem passar, því maður myndi aldrei skilja einhvern útundan! Þá hlýtur maður að geta sett nokkra aura til þeirra sem þurfa meira á því að halda en maður sjálfur.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

góð hugmynd

Ólafur fannberg, 30.11.2006 kl. 10:16

2 identicon

Hæ mín kæra Brigitte og takk fyrir kveðjuna til mín í gær!

Ég tek áskoruninni, mann veitir ekki af því deila jólaandanum eins og maður eys nú góssinu í sjálfan sig.

Hlakka til að sjá þig um jólin..

McHilla (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 23:31

3 Smámynd: Eva Kamilla Einarsdóttir

já þetta er mjög góð hugmynd

Eva Kamilla Einarsdóttir, 2.12.2006 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband