Handboltaslútt - eða hvað?

Nú er ég eiginlega eins og sprungin blaðra (eða sprunginn handbolti kannski frekar). Það er allt eitthvað svo tómlegt eftir svona törn, engir leikir að hlakka til, ekkert fjör á Arnarhóli og ekkert spennandi sem bíður nema þvottur og skítug gólf.

Hamagangurinn í handboltanum undanfarnar vikur hefur samt haft afleiðingar fyrir fjölskylduna, hann sáði fræi.
Bæði börnin ætla að æfa handbolta í vetur. Sponsið langar mest að prófa af því að "allar stelpurnar í bekknum eru að æfa" - sem er ekki verri ástæða en hver önnur Wink. Frumburðurinn ætlar að prófa af því að "hann vill verða eins og Logi Geirsson". Hann las það nefnilega einhvers staðar að Logi hefði verið mjór sláni sem barn en hefði tekið sig á þegar hann ákvað að hann vildi verða atvinnumaður í handbolta. Minn sá að fyrst Logi gæti þetta gæti hann það alveg líka Tounge.

Svo ég fæ kannski heilan helling af handbolta í vetur Grin.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Gyða Árnadóttir

Hljómar eins og vænlegur vetur. Þú verður ein af þessum þreytandi mömmum á hliðarlínunni...æpandi misgáfuleg fyrirmæl til afkvæmanna...hehe......Gleðilega handboltatíð!

Guðrún Gyða Árnadóttir, 30.8.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband