Vetrardvali

Ég held að ég sé ekki komin af öpum.
Miðað við hegðun mína undanfarna daga er ég komin beint af björnum.
Um leið og skammdegið hellist yfir byrja ég að safna í forðann fyrir dvalann.

Þá meina ég safna í fituforðann fyrir vetrardvalann.

Mig langar endalaust í brauð og súkkulaði og helst vildi ég ekki þurfa að skríða framúr bælinu til að nálgast það. Brauð, kók og súkkulaði borðað upp í rúmi.
Og sofa milli bita.

Ég held að þetta sé bjarnareðlið.
Vildi bara óska að ég ætti kósí híði hérna einhvers staðar sem ég mætti skríða í og láta mig hverfa í svona 5-6 mánuði - þvílíkur draumur!

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð reyndar að hryggja þig með því að frændur þínir birnirnir eru meira í hnetum og fræjum en súkkulaði og kóki. Hvernig er það annars með þetta hýði, er það hýði eða híði - eða kannski bara híðy... :P

Marta (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 14:51

2 Smámynd: Birgitta

Ég skal alveg viðurkenna að ég fletti híðinu upp (ekki af). Híði er það sem birnir leggjast í og hýði er það sem er utanum bananann .
Og ég held að ég sé komin af björnum sem þykjir kók og súkkulaði betra en hnetur og fræ (meina, hverjum þykir það ekki??).

Birgitta, 26.9.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband