27.9.2008 | 22:08
Þruma úr þátíðinni
Fyrir þá sem langar í smá nostalgíukast, smá fliss yfir hallærisleika 9. áratugarins og ágætisskemmtun mæli ég eindregið með Karate Kid.
Horfði á með frumburði og sponsi og ég held að við höfum öll skemmt okkur jafnvel, þó það hafi verið af misjöfnum ástæðum.
Hef aldrei séð jafn svakalega brókað fólk á ævinni (nema væntanlega þegar ég horfði í fyrsta skipti og fannst þetta hipp og kúl). Athyglisvert hvað buxnastrengirnir hafa lækkað ískyggilega síðustu ár.
Alla vega - fínasta skemmtun fyrir alla, konur og kalla, krakka með hár og allt það.
Þar til næst...
B
Athugasemdir
Was on - wax off
Æji mátti til, eitthvað svo tómlegt hérna :P
Marta (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.