Geggjaður kjúlli

Ég veit ég á að vera að læra en verð að deila með ykkur alveg geðveikum kjúklingarétti sem ég gerði á föstudaginn.

3 kjúklingabringur - skinn- og beinlausar og skornar í frekar smáa bita.
1 stk piparostur - þessi kringlótti
1 ferna matreiðslurjómi
1/2 laukur
1/2 bakki sveppir

Þú byrjar á að gera mömmusveppasósu. Hún er svona:
Brytjar sveppi og lauk smátt og steikir í potti (best að steikja í smá smjöri) þar til laukurinn er mjúkur.
Hellir ca 1/2 af matreiðslurjómanum útí pottinn, skerð piparostinn í bita og setur útí. Bætir kannski meiri rjóma útí þegar þetta fer að malla - ég notaði ca 3/4 af matreiðslurjómanum í réttinn. Kryddar með smá Sauce bullion og lætur malla þar til osturinn er nokkurn veginn bráðnaður.

Meðan sósan er að malla steikirðu kjúllann á pönnu í ólífuolíu þar til kjúllinn er gegnsteiktur.  Kryddar (svoldið vel) með hvítlaukssalti
Hellir sósunni í eldfast mót, setur kjúllann útí og fullt af osti yfir.
Setur svo inn í ofn í ca 20-30 mín eða þar til osturinn er vel bráðnaður.

Þetta bar ég svo fram með spaghetti og fullt af klettasalatblöndu með fetaosti, púrrulauk og ristuðum furuhnetum.

Þetta var alveg hryllilega gott. Börnin borðuðu þetta öll með bestu lyst og við Gummi lágum afvelta :).

Læt þetta duga í bili - stærðfræðin kallar...

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geturðu ekki látið færsluna heita "steiktur kjúlli sem villist í útihús og deyr"? Rétturinn má alveg heita það líka, hvenær á ég að mæta?

Martilíus Músamorðingi (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 19:59

2 identicon

Músamorðingi???
LOL - hefði átt að láta færsluna heita þetta! DAMN!!! :o).

Birgitta (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband