Hver ber ábyrgðina?

Ég ætla ekki að leggja mat á hvernig breikkun Suðurlandsvegar á að fara fram en mig langar að koma að einu sjónarmiði sem mér þykir mjög þarft í þessari umræðu.
Þetta eru punktar sem ég fékk senda sem svar við áskorunarpóstinum vegna breikkun Suðurlandsvegar.
Höfundur er Árni Árnason, klár kall með meiru (enda pabbi minn) og er þetta birt með góðfúslegu leyfi hans:

Ég vona að annað og yfirvegaðra sjónarmið fái að rúlla hér með.
Með því er ég ekki að gera lítið úr þessum hörmungum, heldur aðeins að benda á nokkrar staðreyndir sem vert er að íhuga.

1. Umferðarþungi á veginum austur fyrir fjall er langt undir því sem skv. alþjóðlegum stöðlum kallar á tvöföldun vegar (reyndar á Reykjanesbraut líka ).

2. Ef athyglinni er beint svona harkalega að veginum sem orsök ( "..mannslíf fóru vegna þess að " ) fellur raunveruleg orsök í skuggann, og það slævir ábyrgðarskyn bílstjóra að loka augunum fyrir raunverulegum orsökum.

3. Af hverju er bíll á öfugum vegarhelmingi þegar bíll er að koma á móti?

4. Skifta þessi mannslíf ökumanninn virkilega ekki máli ?

5. Ef þú kemst ekki framúr með fullu öryggi, verður þú að sætta þig við að fylgja umferðarhraðanum fyrir framan þig þar til það er öruggt.

6. Hvað var það sem kallaði á þá áhættu að taka framúr ?

7. Breidd vegar, akreinafjöldi, myrkur, skyggni, hálka, o.s.frv. getur aldreið orðið nema meðvirkandi þáttur í umferðarslysi.

Lærdómurinn sem við ættum að draga af þessu er að lífið er of dýrmætt til þess að láta "hægfara" bíl fyrir framan sig fara í taugarnar á sér, eða ætlum við bara að halda áfram að drepa hvert annað þartil allir vegir eru orðnir tvöfaldir?

Það vill nefnilega gleymast að ábyrgðin er liggur ekki hjá veginum heldur hjá ökumanninum - vegurinn getur aldrei orsakað slys. Það er ökumannanna að haga akstri sínum þannig að ekki skapist hætta af.
Við pabbi erum samt sammála því að það megi alveg auðvelda manni lífið og breikka Suðurlandsveginn en ekki vegna þess að annars "þurfum" við að halda áfram að slasa og jafnvel drepa hvert annað.

Þar til næst...

B


mbl.is Tvöföldun Suðurlandsvegar kostar 70% meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Góður punktur, við verðum að haga okkur í umferðinni eins og lífið skipti okkur einhverju máli.

Birna M, 6.12.2006 kl. 22:58

2 Smámynd: Ólafur fannberg

öll samsek kvitt kvitt

Ólafur fannberg, 7.12.2006 kl. 12:35

3 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Það er nú samt þannig að menn munu alltaf taka framúr. Á sama hátt og öll höfum við einhverntímann keyrt of hratt, þótt ekki sé nema 10 km yfir hámarkshraða, og þó er það ólöglegt en framúrakstur ekki, per ce. Þeir sem taka framúr meta það örugglega þannig að það sé óhætt. Bíllinn sem tekið er framúr getur gefið í á meðan tekið er framúr og fjarlægðarútreikningur á framúrtöku því orðið vitlaus. Bíll sem kemur á móti getur verið á of miklum hraða sem brenglar líka áhættumat þess sem er að taka framúr. Bíll getur bilað og misst niður hraða við framúrtöku. Eru allir þeir sem hafa lent í bílslysum og verið dæmdir í órétti ábyrgðarlausir brjálæðingar? Menn geta misreiknað sig og menn gera mistök. Mér þykir í það minnsta ólíkt öruggara að keyra á vegi með tvöfaldri akrein í báðar áttir. Svo er það kannski aftur spurningin hvort það skilar hlutfallslega nógu mörgum björguðum mannslífum til að það svari auknum kostnaði, það er annað mál. Ég trúi því bara ekki að tvöföldun muni, að öðru óbreyttu, ekki bjarga einhverjum.

gerður rósa gunnarsdóttir, 7.12.2006 kl. 21:09

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta er þörf umræða...   Maður hefur bara ekki þorað að tæpa á þessu, því að umræðan um breikkunina hefur verið svo svakalega heit.  Ég held að menn verði að endurskoða allt sem tengist þessari umræðu einmitt í ljósi þess að það er yfirleitt ökumaðurinn sem vanmetur aðstæður sem veldur slysi.  

Auðvitað myndi slysum fækka af það yrði tvöfaldað, og þeim myndi líka fækka ef það yrði 2+1 kerfi en þau myndu ekki hverfa.

Ég vil benda á þetta í þessu samhengi: http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/55980/

Eiður Ragnarsson, 8.12.2006 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband