7.12.2006 | 19:44
Hvernig færi fyrir Jesú í dag?
Ég hef oft hugsað hvernig færi ef frelsarinn fæddist í dag. Yrði hann ekki bara lokaður inni á hæli eða í fangelsi?
Þessi kona segist vera prinsessan af Jerúsalem og vera á ferð um heiminn til að boða frið og hjálpa þeim sem hjálpar þurfi - hver segir að hún sé ekki að segja satt?
Hún er í fangelsi núna - for her own protection - en voðalega þykir mér það eitthvað skrítið.
Ef það fæddist barn sem myndi svo á fullorðinsárum halda því fram að hann væri sonur guðs, sendur hingað til að frelsa mannkynið, haldiði ekki að hann yrði bara lokaður inni? Kannski til að vernda hann, kannski vegna þess að hann yrði talinn geðveikur eða vegna þess að hann væri kannski hættulegur öðrum?
Og ef hann færi að fremja kraftaverk í lange baner, yrði hann þá ekki bara lokaður inni á rannsóknarstofu? Hjá geimverunum í Area 51? Eða kraftaverkin yrðu útskýrð á einhvern hátt sem rökrétt og jarðbundið fólk gæti sætt sig við?
Ég er ansi hrædd um að frelsarinn ætti erfitt uppdráttar í nútímanum, spurning hvort okkur mannfólkinu sé viðbjargandi?
Þar til næst...
B
Norska lögreglan reynir að bera kennsl á prinsessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:56 | Facebook
Athugasemdir
Góð spurning. Kannski er hann löngu kominn og bara einhversstaðar inni á geðveikrahæli núna?? Og kannski er hann einmitt kona?
gerður rósa gunnarsdóttir, 7.12.2006 kl. 20:29
kvitt kvitt
Ólafur fannberg, 7.12.2006 kl. 23:36
kvitt kvitt kvitt
Sveinn Arnarsson, 8.12.2006 kl. 01:16
Þrymur: þú mátt endilega vita ef þú grefur eitthvað upp úr fræðunum .
B
Birgitta, 9.12.2006 kl. 13:44
Já Þrymur endilega, annars eru geðheilbrigðisstarfsmenn víða um heim alvanir alsskonar Napóleonum, Jesúsum, Anastasíum og hvað þessar þekktu persónur sögunnar heita allar.
Birna M, 12.12.2006 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.