12.12.2006 | 21:11
Prófbarlómur
Mikið er óþægilegt að fara í mörg próf með stuttu millibili.
Það tekur alveg prófdaginn að ná efninu úr sér og tæma hugann þannig að maður eigi séns á að læra eitthvað annað.
Ég var í íslenskuprófi í morgun - Talað mál og framsögn. Góður hluti prófsins fór í hljóðritun og það fóru ansi margar stundir síðustu daga í að æfa sig í að hljóðrita allt mögulegt og ómögulegt.
Næsta próf er svo stærðfræði og þar sem prófið er á föstudaginn er lítið hægt að slæpast, heldur þurfti ég að vaða beint í stærðfræðina á fullum krafti í dag.
Þetta gengur ekki gæfulega. Stend mig að því að hljóðrita allt. Það er sko alveg hægt að hljóðrita "breyttu lotubundna tugabrotinu 0,783783 í almennt brot"!!
Vona að ég verð sneggri að losna við stærðfræðina. Næsta próf - á mánudag - er Inngangur að uppeldisvísinum sem er eiginlega heimspeki.
Yrði glæsilegt ef ég færi að reikna út heimspekikallana .
Platón deilt í Pestalozzi mínus kvaðratrótin af Fröbel sinnum Kerchensteiner jafntog saga skóla og menntunar?
Veit ekki...
Þar til næst...
B
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:12 | Facebook
Athugasemdir
nóg af prófum en þú getur þetta
Ólafur fannberg, 12.12.2006 kl. 22:25
Mundi ekki vilja mæta þessum í myrkri! Sérstaklega ekki þessum no.2 (sem er reyndar ótrúlega líkur kennaranum okkar þegar vel er að gáð..)
Marta (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 09:57
OMG Marta! Þeir eru bara alveg eins! Örugglega forfaðir hans!!!
Og þetta er Pestalozzi btw .
Þið hinir - takk fyrir peppið .
B
Birgitta, 13.12.2006 kl. 10:32
Hæ darling B.
Gangi þér alveg hrikalega vel í þessu öllu!
Hlakka til að sjá þig soon!
Hilla
McHilla (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 17:43
Kvittkvitt og gangi þér vel
Birna M, 14.12.2006 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.