Verslunarbann

Þetta er auðvitað bara snilld!
Spurning hvort maður gæti þetta - þetta yrði alla vega virkileg áskorun!
Ég myndi þurfa að sleppa öllum utanlandsferðum, gæti ekki farið í neina verslunarmiðstöð - varla að ég gæti farið í Bónus Woundering.

Ég er nefnilega alveg agalega hrikalega ferleg þegar kemur að verslunum - sbr. fyrri færslur um handtöskur og jólagjafir.

Ég held að það hljóti að felast visst frelsi í svona átaki, spurning um að setja sér eitthvað minna markmið t.d. að versla engar jólagjafir fyrr en 15.desember, að kaupa ekkert nýtt nema það gamla sé ónýtt (þá meina ég raftæki og þ.h.), kaupa ENGAR handtöskur í heilt ár (ég svitna alveg), ekki skó (púff), engar bækur (ég er farin að titra) og láta fötin í troðfulla fataskápnum duga sér út árið.

Ég held ég þyrfti svona árs undirbúning undir svona átak. Taka mig í gegn andlega áður en ég tækist á við þetta.

Án gríns þá ætti maður að hafa þetta bakvið eyrað - ætla að setja mér það sem markmið fyrir 2007.

Þar til næst...

B


mbl.is Fóru í eins árs verslunarbann á ónauðsynlegt dót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, þetta er algjör snilld. Var reyndar einmitt að hugsa eitthvað svipað í bílnum áðan, en var frekar að hugsa um að halda út í svona einn eða tvo mánuði .. sýnir kannski best hvað maður er gráðugur að vera ekki að reyna að setja sér lengra takmark...

Marta Eyðslukló (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 14:29

2 Smámynd: Ólafur fannberg

algjör snilld

Ólafur fannberg, 3.1.2007 kl. 15:05

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það væri meiriháttar ef sem flestir mundi gera þetta. Málið er bara að framleiðslufyrirtækin hafa séð til þess að hlutir halda bara í viss tíma... Ég ætla samt að prófa líka (gaman að sjá hversu mikill kapítalisti ég er)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.1.2007 kl. 15:16

4 Smámynd: Birna M

Vitiði ég er hrifin af þessu. Ekki það að maður sé alltaf að kaupa sér dót en örugglega má skoða málin.

Birna M, 3.1.2007 kl. 15:49

5 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já þetta er algjör snilld

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 3.1.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband