Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Lesist með hreim

Held ég sé aðeins að jafna mig í skapinu - byrjaði að skána þegar frumburðurinn spurði þegar hann gekk útum dyrnar í morgun: "Mamma, ertu ekki til í að reyna að vera minna pirruð þegar við komum heim?". Hvað getur maður annað en reynt að vinna í því?

Af því tilefni ætla ég að smella hingað inn einum sem fékk mig til að flissa:

Five Germans in an Audi Quattro arrive at the Italian border. An Italian police officer stops them and says:

"Itsa illegala to putta five-a people in a Quattro!"

"Vot do you mean, it's illegal?" the German driver asks.

"Quattro means four!" the policeman answers.

"Quattro iz just ze name of ze fokken automobile" the German shouts ..."Look at ze dam paperz: Ze car is dezigned to carry 5 people!"

"You canta pulla thata one on me!" says the Italian policeman. "Quattro meansa four. You havea five-a people ina your car and you are therefore breaking the law!"

The German driver gets mad and shouts "You ideeiot! Call ze zupervizor over!

Schnell! I vant to spik to zumvun viz more intelligence!!!"

"Sorry" the Italian says, "He canta comea . He'sa buzy with a two guys in a Fiat Uno."

Vona að þú hafir flissað líka Koss.

Þar til næst...

B


#%&#$ lús

Hvernig í ósköpunum stendur á því að Maðurinn (já, þessi með stóra emminu) er ekki búinn að útrýma einhverju jafn litlu, ómerkilegu og tíkarlegu og lús?
Ha?
Ég bara spyr! 
Er frekar mikið pirruð núna. Held ég hafi fundið lúsabit í hnakkanum á minnsta afkvæminu.
Fórum í gegnum þetta í fyrra og mér þótti það bara ágætis skammtur - fyrir lífstíð! Er ekki í skapi til að gera þetta aftur - aldrei!
Nú finnst mé rað að einhverjir vísindakallar útí heimi taki höndum saman og finni lausn á þessu. Hvað ætli margar vinnustundir tapist árlega vegna lúsafaraldurs? Hefur einhver reiknað það saman?
Þegar konur (ekki reyna að ljúga að mér að einhver karlmaður taki þetta að sér!) þurfa að standa á haus í nokkra daga við að sótthreinsa heilt heimili, kemba öllum fjölskyldumeðlimum í 2 vikur og þvo liðinu með einhverjum óþverra billjón sinnum án þess að það hafi nokkur áhrif, setja það sem kemst ekki í þvottinn í frysti og svo ganga frá þessu öllu loksins þegar bévítans óværan er loksins dauð. Varla hægt að komast yfir þetta OG mæta í vinnuna!

Komst að því eftir langa mæðu í fyrra að það eina sem blívar á þessi bansettu kvikindi er ólífuolía.
jább, ólífuolía.
Makar bara nógu miklu af henni í hárið á sjúklingnum og vefur handklæði eða einhverju utan um hárið og lætur greyið sofa með þetta yfir nótt.
Ekki séns að nokkur skæruliðalús lifi þetta af, ná engu taki á neinu og drukkna í olíu - muhahaha!
Svo komst ég líka að því að maður þarf bara að klippa nitina úr, það er ef maður ætlar ekki að standa í þessu fram á sumar.
Þetta var það eina sem virkaði hjá okkur - sjampó og önnur rándýr efni í apótekinu gerðu akkúrat ekkert fyrir okkur.
Enda eru þær að verða ónæmar fyrir þessu öllu saman.

Segi það nú samt, ef þetta verður viðvarandi vandamál í vetur (ofstuðlun!) þá mun ég alvarlega íhuga heimakennslu fyrir börnin!

Þar til næst...

B

Ps. Sjáiði bara hvað hún er sæt

lús


Kartöflur og Kannabis

Greinilegt að margt vex í Þykkvabænum..

"Húseigandi hefur viðurkennt að eiga allar plönturnar og áhöldin og er talið hugsanlegt að eitthvað hafi verið ætlað til sölu".

Varla hefur maðurinn ætlað að neyta þessa alls sjálfur? Spurning um að koma niður á jörðina einhvern tíma á næstu öld...

Þar til næst...

B


mbl.is 50 kannabisplöntur fundust við húsleit í Þykkvabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölvutímar og spiladagar

Alveg get ég séð þetta gerast á mínu heimili þegar frumburðurinn eldist - og ég hlakka ekki til.
Vondandi virkar eitthvað að hafa snemma sett reglur um tölvunotkun, reyndar ákvarðaðar með hjálp afkvæmanna en þau fá bæði takmarkaðan tíma í tölvunni.
Og ekki á hverjum degi - ónei - það eru sko "spiladagar" á þessu heimili. Computer-Geek-2
Finn stundum hvað félagarnir verða pirraðir útí mig þegar frumburðurinn fær ekki að spila af því "hann á ekki spiladag í dag".
Þeim þykir þetta frekar hallærislegt enda flestir með bæði PC og Playstation inni í herbergi hjá sér og fá að spila þegar þeim sýnist.

Frumburðurinn lætur sér þetta vel líka og er bara nokkuð sáttur við þetta þó hann fari jú stundum í heimsókn til þessara vina og kíki þá stundum í tölvuleik með þeim. Það er líka bara allt í góðu lagi, ekki fer ég að setja reglur á önnur heimili en mín eigin - þó mig dauðlangi nú stundum til þess...

Ég veit reyndar að fleiri húsmæður hérna í sveitinni hafa tekið þetta upp eftir okkur og eru farnar að skammta tölvutíma á sín börn sem mér þykir hið besta mál.

Þar til næst...

B


mbl.is Lögreglan í Reykjavík aðstoðar við uppeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjan í handtösku

Sko! Hún veit þetta líka!

Þar til næst...

B


mbl.is Jessica Alba segir hamingjuna fólgna í hinni fullkomnu handtösku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðarfólk

Verður þetta ekki löngu orðið þannig að maður pantar bara eiginleika afkvæmis síns?

"Láttu mig hafa einn dreng, með dökkt hár og brún augu, hávaxinn, grannan. Hann á að vera með góða tónlistar- og stærðfræðigreind. Taktu endilega út fyrir mig, þunglyndi, krabbamein og aðra slíka kvilla ef þú rekst á þá."

"Og hvenær verður hann svo tilbúinn? Sendið þið eða þarf ég að sækja?"

Eða eitthvað í þessum dúr...
Og þá held ég að enginn panti sér barn með alla neikvæðu eiginleika mannkyns - eða hvað?

Þar til næst...

B


mbl.is Greindir risar og heimskir púkar eftir 100.000 ár?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

07.07.07 - engin afsökun!

Ég veit alveg upp á hár af hverju þetta er svona vinsæll dagur fyrir brúðkaup!
Þetta er sko bara gert til þess að það séu meiri líkur á því að eiginmaðurinn tilvonandi muni eftir brúðkaupsafmælum framtíðarinnar.
Það er frekar glatað að viðurkenna að þú munir ekki hvað þið eigið margra ára brúðkaupsafmæli ef þú giftir þig 07.07.07.

Svo ég segi bara Góðar!! (tilvonandi brúðir þ.e.).

Þar til næst...

B


mbl.is 07.07.07 langvinsælasti giftingardagurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fornar syndir..

Mér þykir þetta eiginlega bara vera frekar skondið.
Kannski er maður bara orðinn svona samdauna spillingunni hérna á Íslandi en það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég las þessa frétt var að það væri líklega vandfundinn Íslendingur sem hefur ALDREI brotið lögin.
Þá á ég við akkúrat svona brot eins og ráðherrarnir í Svíþjóð hafa gerst sekir um.

Rétt'upp hend sem hefur aldrei farið yfir á rauðu, aldrei sleppt því að borga afnotagjöldin í einhverja mánuði, aldrei svikist undan skatti (fengið greitt svart t.d.), aldrei keyrt yfir löglegum hámarkshraða o.s.frv.

Svo fór ég að spá hvað þetta er í raun hrikalegt ástand ef maður er farinn að líta lögin þessum augum. Lög eru lög, sama hversu ósanngjörn manni þykir þau (sbr. afnotagjöldin) og þeim ber að framfylgja.
Svo eru reyndar til lög sem eru reyndar alveg útí hróa eins og Galdrameistarinn kemur inná, spurning hvort það megi ekki fara að taka til í lögunum svo það verði auðveldara að fylgja þeim?

Þar til næst...

B


mbl.is Annar ráðherra segir af sér í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærdómur

Ég er búin að vera hrikalega dugleg að læra frá því skólinn byrjaði í haust (eða sumar eiginlega). Svo í síðustu viku fékk ég hálfgert ógeð og er ekkert búin að læra í nokkra daga - ekki staf!
Samviskubitið alltaf að reyna að banka uppá en letibykkjan hleypir því ekki að.
Ég hangi því bara og geri ekki neitt.
Og það er ekki eins og ég noti tímann í að þrífa, þvo eða einhver önnur verkefni sem bíða. Neibb, bara hangi á netinu, les í bók eða bara  stari útí loftið og geri ekki neitt.

Ætli þetta sé skammdegið að fara svona með mig?
Get samt ekki sagt að ég sé neitt leið, er fljúgandi kát og glöð. Er bara löt.

Kannski átti ég þetta bara inni?
Þegar ég segist hafa verið hrikalega dugleg þá meina ég hrikalega dugleg! Erum að tala um lærdóm í 8-10 tíma á dag. Svo kannski var þetta bara orðið ágætt í bili og heilinn hefur sett á pásu svo ég læri bara hreinlega ekki yfir mig Koss.

Já, held það bara.
Líst vel á þessa (afsökun) ástæðu.

þar til næst...

B


Væri slæmt

Ef loftslagið á Bessastöðum breyttist... Er ekki annars fínt loftslag þar?

Þar til næst...

B


mbl.is Fundað á Bessastöðum um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband