Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
13.10.2006 | 08:29
Neysla og mótmæli
Ég fæ alveg fjaðrir við tilhugsunina um troðninginn og kraðakið. Alveg innilokunarkennd - næstum.
Hvernig væri að fá þetta fólk til að mótmæla einhverju í leiðinni? Ég kem inn á það hérna fyrir neðan hvað Íslendingar eru lélegir mótmælendur, nennir enginn að mæta og mótmæla, en þegar ný verslun opnar eru allir komnir til að athuga hvort þeir geti nú ekki keypt sér eitthvað.
Kannski ættu þeir sem standa fyrir mótmælum að skipuleggja útsölu í leiðinni: "Mætum öll og mótmælum stríðinu í Írak - fótanuddtæki og Orbitrek á hálfvirði fyrir fyrstu 1000 sem mæta".
Er alveg pottþétt á að það helmingi fleiri myndu mæta.
Þar til næst...
B
heÞúsundir gesta komu í nýja IKEA-búð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2006 | 16:46
Ojbarasta! en fúlt :(
Fékk þetta af aðdáendavef Magna:
Due to issues that have nothing to do with music and everything to do with money Supernovas managers have decided not to include the House-band in the upcoming tour - That of course means that I´m not going either. Instead - Juke Cartel - Toby´s band will be opening the show.
This is of course a huge blow for me since I was so eagerly waiting to go with my boys on tour but the plan is still to get them over here for my birthday on desember first...
Love
Sad Magni
Örugglega fullt af fólki sem ætlaði á tónleikana bara til að sjá Magna og Húsbandið. Skjáði líka annars staðar að Storm verður ekki heldur svo þetta þetta er orðið frekar þunnt fyrir þá sem eru ekki hrifnir af Lukas. Alla vega langar mig ekki lengur á þessa tónleika - eins og það kitlaði að skella sér bara til útlandsins og berja liðið augum.
Ég mun sko bara láta mér íslensku tónleikana með Magna og Húsbandinu nægja. Vona bara að Magni díli við þá og túri með þeim, held að þeir myndu gera það stórgott í USAnu.
Jæja, svona er lífið. Í þessum bransa (sem og flestum öðrum) gengur allt útá peninga, einhver hlýtur að hafa talið þetta gróðavænlegri leið.
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2006 | 22:44
Kannast þú við þetta...???
Þetta lýsir svo ágætlega hvernig dagurinn líður hjá heimavinnandi húsmóður í fjarnámi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2006 | 09:05
Allt á kafi í snjó...
Það er ekki langt síðan ég var að ræða við vinkonu mína um hvað allt hefði verið frábært í gamla daga.
Eitt af því sem við vorum sammála um að við söknuðum var almennilegur snjór.
Svona snjór sem náði manni uppí klof og gerði það að verkum að það var erfitt að komast í skólann. Og þegar maður keyrði göturnar þá var eins og maður væri inni í snjógöngum - snjórinn sem var skafinn af götunum reis í 2 metra háum sköflum sitthvorum megin við götuna.
Sömu skafla var svo hægt að grafa inn í og gera sér geðveik snjóhús.
Eða bara renna niður þá - vííííí!
Ég verð samt að viðurkenna að þegar ég las þessa frétt fékk ég hroll - brrrrr. Er ekki viss um að ég sé tilbúin í snjó svona alveg strax.
Kannski ekkert fyrr en svona 20.desember . Þá má hann líka alveg vera alveg í 2-3 vikur og mikið af honum.
Þangað til er ég bara til í að hafa hvernig veður sem er - en bara auðar götur
Þar til næst...
B
Þungfært innanbæjar á Akureyri vegna snjókomu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2006 | 09:09
Handtöskur skipta höfuðmáli...!
Mesti höfuðverkur minn var hvaða tösku ég ætti að kaupa og endaði ég auðvitað á því að kaupa þær bara allar - eins og heilbrigðri íslenskri konu sæmir.
Það er eitthvað við töskur og skó sem fá mann til að detta aðeins útúr raunveruleikanum meina, hversu margar töskur getur ein kona notað? Og hversu mörg skópör kemst maður yfir á ári? Tala nú ekki um þegar maður er heimavinnandi í fjarnámi og fer nánast aldrei útúr húsi - nema kannski í Bónus...
Jæja, maður er alla vega flottur í Bónus .
Þar til næst...B
Aðþrengdar eiginkonur rifust heiftarlega um handtösku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.10.2006 | 11:35
www.sigridurandersen.is
Þau ykkar sem látið ykkur annt um hag okkar Íslendinga vil ég hvetja til að kíkja á hana Sigríði Andersen frambjóðanda í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hún er alveg eðalmanneskja, með hlutina á hreinu og ein af þeim sem kemur hlutunum í verk.
Þar til næst...
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2006 | 21:57
Sönn vinátta
Ef þetta er ekki sönn vinátta þá veit ég ekki hvað!
When you are sad - I will help you get drunk and plot revenge against the sorry bastard who made you sad.
When you are blue - I will try to dislodge whatever is choking you.
When you smile - I will know you finally got laid.
When you are scared - I will rag on you about it every chance I get.
When you are worried - I will tell you horrible stories about how much worse it could be untill you stop whining.
When you are confused - I will use little words.
When you are sick - Stay the hell away from me until you are well again. I don't want whatever you have.
When you fall - I will point and laugh at your clumsy ass (þessi er bara fyrir þig Elísa mín ).
This is my oath ... I pledge it to the end! Why? Because you are my friend.
Remember... A good friend will help you move. A really good friend will help you move a body. Let me know if you ever need me to bring a shovel.
Friendship is like peeing in you pants, everyone can see it, but only you can feel the true warmth.
Þetta sendi ég til allra sannra vina minna .
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2006 | 14:15
Mótmælaþjóðin mikla!
Það er alveg magnað hvað við Íslendingar erum lélegir mótmælendur.
Við sitjum hvert í sínu horni og tuðum og bölvum og rögnum yfir hinu ýmsa óréttlæti sem við erum beitt en þegar kemur að því að sýna skoðun okkar í verki eru allir uppteknir við eitthvað annað.
Meira að segja mótmæli sem felast í að senda skilaboð, eins og að versla ekki við okursamráðsaðlia og þ.h., verða aldrei að neinu. Fólk nennir ekki að keyra hálfum kílómetra lengra á bensínstöðina, það kemst ekki til að mótmæla kjörum kennara eða landsspjöllum.
They just can't be bothered...
Ætti eiginlega að segja We can't be bothered því ég er bara ekkert skárri! Skammast mín alveg fullt fyrir það!
Við höfum nú séð hvað við getum Íslendingarnir þegar við ákveðum að láta til okkar taka (sjáiði bara Rockstar ) en það er greinilega ekki sama hvers kyns málefnin eru.
Nú vil ég að við rússum öll niður á Austurvöll og mótmælum aðgerðaleysinu í okkur! Mótmælum mótmælaleysinu!
(veit samt ekki hvort ég kemst sjálf, þarf nefnilega að læra/setja í vél/taka úr vél/þvo á mér hárið...).
Þar til næst...
B
Umhverfissinnar mótmæla á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)