Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Viðstöðulaust samhengi í innri orðmyndun aftanverðrði

Sit hérna og á að vera að læra málfræði.
Er ekki skemmt.
Hélt að ég þyrfti aldrei aftur að læra um viðtengingarhátt nútíðar og þátíðar, afturbeygð fornöfn, aði ði di og ti, þolmynd, germynd og miðmynd, muninn á lýsingarorðum og atviksorðum o.s.frv.
Hélt ég hefði lokað á þá bók þegar ég kláraði grunnskólann.
En það er nú einu sinni svo að ef maður er að læra að verða kennari þá þarf maður víst að kunna þessi fræði betur en nemendurnir tilvonandi.

Alveg ótrúlegt að þó ég muni svosem þessi heiti flestöll þá kann ég þetta alls ekki lengur.
Held eiginlega að ég hafi aldrei lært þetta almennilega. Ég hef nefnilega alltaf verið nokkuð góð í stafsetningu algjörlega óháð öllum reglum og slíku.

Sé núna þegar ég renni yfir fyrri blogg að ég nota líklega óhóflega mikið af atviks- og lýsingarorðum, stundum helst til langar setningar - fullar af hlið- og undirskipuðum aukasetningum í stað þess að nota færri og hnitmiðaðri aðalsetningar og ég mætti líklega hugsa nánar út í hvar andlagið er staðsett miðað við frumlagið.

Skildirðu þetta?

Tilgangnum er samt væntanlega náð þegar ég get ekki lengur lesið texta án þess að velta svona hlutum fyrir mér.
Buhu - búið að eyðileggja nautnina af því að lesa fyrir mér Frown.
Var nógu slæmt í síðustu viku þegar ég hljóðritaði í huganum allt sem ég las - þarf að skrifa annan pistil um hljóðritun fljótlega - eða ekki.

Þar til næst...

B

Ps. Marta mín, ég bara varð að stela gullmolanum þínum og nota hann í fyrirsögn.


Elsku Danirnir

Svo eru þeir hissa á því að okkur Íslendingunum gengur betur en þeim í fjármálaheiminum...

Maður verður sko að kunna sér hóf.. í hófinu

Þar til næst...

B


mbl.is Yfirmenn leggi línurnar fyrir jólasamkvæmin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottir neyðarkallar

Langar bara að hvetja alla til að kaupa sér neyðarkall og styrkja björgunarsveitirnar, þær eiga það svo sannarlega skilið eftir átök helgarinnar.

neydarkall

 Þar til næst...

B


mbl.is Rúður brotnuðu í björgunarsveitarbíl og fólksbíl á Möðrudalsöræfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær fyrirmynd

Semsagt, ef fyrirsæta ætlar að ná virkilegum frama þá á hún að vera í laginu eins og beinagrind, líta út eins og eiturlyfjasjúklingur og til að komast á toppinn á hún að VERA eiturlyfjasjúklingur.

Verður ekki meira töff en að láta ná myndum af þér með nálina í handleggnum - geggjað kúl!

Maður hristir bara hausinn Shocking.

Þar til næst...

B


mbl.is Kate Moss kjörin ,,fyrirsæta ársins"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband