Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Af hverju ljúga konur?

Mikil og sönn speki.......
Að ljúga eða ljúga ekki!

Dag einn, þegar saumakonan sat og vann á árbakkanum, þá missti hún
fingurbjörgina sína útí ána. Hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu og
henni til mikillar undurnar birtist Drottinn sjálfur og spurði: Hvers
vegna grætur þú ? Saumakonan svaraði að fingurbjörgin hennar hefði
fallið í vatnið og hún þyrfti á fingurbjörginni að halda svo hún gæti
aðstoða bónda sinn við að afla tekna til heimilisins.

Drottinn hvarf ofan í vatnið og kom til baka með gullfingurbjörg. "Er
þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn. Saumakonan svaraði
neitandi og þá hvarf Drottinn aftur í vatnið og kom upp með
demantsfingurbjörg. "Er þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn en
saumkonan neitaði því. Enn hvarf drottinn ofan í vatnið og kom nú upp
með silfurfingurbjörg og spurði hvort þetta væri sú rétta og
saumakonan jánkaði því. Drottinn var mjög ánægður með  sannsögli
konunnar og færði hennir allar fingurbjargirnar þrjár til eignar að
launum, og saumkonan hélt glöð heim á leið.

Nokkru síðar þegar saumakonan var á göngu eftir árbakkanum með
eiginmanni sínum, datt hann í ána. Þegar hún hrópaði upp yfir sig í
örvæntingu, birtist Drottinn enn á ný og spurði hvers vegna hún
gréti? "Æi guð, maðurinn minn datt í ána". Guð stakk sér í ána og kom
til baka með Brad Pitt. "Er þetta eiginmaður þinn?" spurði hann.
"Já" hrópaði saumakonan.
Drottinn reiddist. "Þú lýgur" sagði hann. "Æ, fyrirgefðu Drottinn,
þetta á sér sínar skýringar. Sjáðu til, ef ég hefði sagt nei við Brad
Pitt, hefðir þú næst komið með George Clooney og ef ég hefði sagt nei
við honum, þá hefir þú komið með eiginmann minn. Ef ég hefði sagt já
við honum þá hefðir þú gefið mér þá alla þrjá og þar sem ég er ekki
lengur eins hress og ég var þegar ég var yngri hefði ég aldrei getað
sinnt þeim öllum þremur. Þess vegna sagði ég já við Brad Pitt.

Mórall sögunnar: Þegar konur ljúga, er það af heiðvirðum ástæðum og
öðrum til heilla.

Þar til næst...

B


Nasty húmor

Þetta finnst mér algjör snilld!

Ekki alveg til þess að bæta skapið í umferðaröngþveitinu!

 

skilti

 

Þar til næst...

B


Kisi í morgungjöf

Auðvitað gaf Hellisbúinn mér kött þegar við giftumst!
Pönnuna nota ég mikið til að elda oní hann dýrindis grasafæði og ekki má gleyma hárgreiðunni sem ég nota til að greiða yfir skallann á honum á hverjum morgni.

Líka flott að brúðguminn þurfi að lýsa sig ábyrgan á hamingju brúðarinnar - ég hélt að flestir væru sammála um að hver er sinnar gæfu smiður?
Mikið held ég að ég yrði óhamingjusöm ef ég ætlaði að setja ábyrgðina á minni hamingju á einhvern annan en sjálfa mig.

Æji hvað ég er fegin að vera ekki þau.

Þar til næst...

B


mbl.is Cruise hvattur til að gefa Holmes kött
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Madonna aftur í gæludýrabúðina

Þetta er nú farið að verða hálf-ógeðslegt finnst mér.

"Madonna segist ætla að hafa dóttur sína og son sinn með sér til Malaví og leyfa þeim að velja barn með þeim hjónum".

Gæti alveg eins staðið "Madonna segist ætla að hafa dóttur sína og son sinn með sér til Malaví og leyfa þeim að velja gæludýr með þeim hjónum".

Mér finnst alveg fáránlega siðlaust að ætla börnunum sínum að hjálpa sér að finna sætasta og krúttlegasta barnið. Fyrir utan hvað það er fáránlegt að setja þessa ábyrgð á börn, ábyrgðina á að velja hvaða barn á að taka og hverju á að hafna.

Held að öll börnin hennar Madonnu eigi eftir að verða í áskrift hjá sálfræðingum seinna meir.

Þar til næst...

B


mbl.is Madonna vill ættleiða stúlku frá Malaví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæknileg mistök? Common!

Er maðurinn ekki að grínast?

Eru það "tæknileg mistök" að stela almannafé?

Mér þykir þetta ekki lýsa mikilli iðrun og þykir þetta mál alveg ótrúlegt í alla staði!

Spurning hvað maður gerir við atkvæðið sitt í vor, þætti súrt að gefa tækifæri á fleiri "tæknilegum mistökum"

Þar til næst...

B


mbl.is Árni iðrast ,,tæknilegra mistaka"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deit, trendsetter og vonnabí

Mér þykir þetta snilldarframtak.
Ef ég væri kennari í unglingadeild myndi ég gera þetta að bekkjarverkefni.

Ég er reyndar tiltölulega slök yfir slettum og held að þær muni ekki kaffæra íslenska tungu næstu árin.
Þykir samt sniðugt að vekja athygli á þessu, sérstaklega athygli unglinganna.

Svo er bara um að gera að þeir fullorðnu einstaklingar sem eru mest með börnunum og unglingunum vandi mál sitt og séu þeim góð fyrirmynd.

Þar til næst...

B


mbl.is Nýyrða leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjútti tjútti djamm djamm

Mig langar:

Að fara í Singstarpartý með góðum félögum - Marta og Gunnþórunn væru þar ofarlega á blaði.
Að fara á dansiball með Kynsystrunum.
Að fara í rauðvínssaumó með hinum klúbbnum (vantar alveg nafn á hann!) og að allar mæti, líka þær sem eru í öðrum löndum.
Að fara í eldhúspartý til múttu, eitt af þeim sem endar inni í stofu og allar gömlu grammófónplöturnar á víð og dreif um öll gólf og við dönsum saman í nostalgíuvímu mæðgurnar.
Að fá góða gesti í mat og spila Risk, Scrabble eða Battle of the Sexes.
Að fara í kellingaferð í sumarbústað - kojufyllerí, náttfatapartý og trúnó.
Að fara út að borða með góðu fólki og sitja á spjalli fram á nótt.
Að hitta Rítu og Hildi Rós á kaffihúsi/bar (mætti alveg vera í Ástralíu) og spjalla út í eitt.
Að fara í óvissuferð með gömlu vinnufélögunum.

Og ekkert endilega í þessari röð.

Þar til næst...

B


Fornar syndir 2

Ég fjallaði um daginn um spillingu ráðherranna í Svíþjóð og komst að þeirri niðurstöðu að ástandi væri orðið frekar slæmt þegar maður er orðinn svo samdauna spillingunni að manni þyki brot þeirra ekki svo alvarlegt að það krefjist afsagnar.

Mér þykja þessi kosningaúrslit morgunljóst dæmi um hvað Íslendingar eru orðnir samdauna spillingu stjórnmálamanna.

Ókei, batnandi mönnum er best að lifa og allt það en hvaða kröfu getum við gert til þess að stjórnmálamenn starfi af heilindum þegar við kjósum yfir okkur dæmda glæpamenn?
Og það einhvern sem er dæmdur fyrir óheiðarleika í starfi..?

Held að við eigum bara skilið það sem við fáum og verði okkur að góðu!

Þar til næst...

B


mbl.is Óbreytt staða í Suðurkjördæmi þegar búið er að telja helming atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týnd í óravíddum tímans

Og nei, þetta er ekki innihaldsríkt innlegg um tímaflakk eða neitt í þá veru.

Er búin að ferðast milli heimsálfa síðustu 3 daga og er núna alveg að leka úr þreytu og með rugluna á háu stigi. Þannig að ef þetta innlegg meikar ekki sens er það ekki á mína ábyrgð. (Verð að lauma hérna inn einu gömlu gullkorni frá yngsta afkvæminu... "Mamma, hvernig álfar eru eiginlega heimsálfar?")

Ákvað að "heimsækja" Hellisbúann í hina einu sönnu Nýju Jórvík og sjá hvað hann aðhefst þessa daga sem hann er ekki hérna á skerinu hjá familíunni.
Það gat auðvitað ekki verið einfalt og ég þurfti að breyta ferðaáætluninni á síðustu stundu og fljúga til Boston.
Ég slökkti auðvitað á símanum mínum um leið og ég kom inn í vél, eins og góðum farþega sæmir. Sem væri ekki í frásögur færandi nema ég er nýbúin að skipta um símafyrirtæki og hafði ekki hugmynd um PIN númerið mitt.
Sem væri svosem ekki í frásögur færandi nema af því að ég var með USAnúmer Hellisbúans í símanum mínum, sem og allar upplýsingarnar um hótelið í sms-i.
Þetta uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar þegar ég var að ganga útúr vélinni.
Ég verð að viðurkenna að það þyrmdi yfir mig og ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera.
Fór gegnum security, fann töskuna, kom fram og ... var komin með kökk í hálsinn og alles. Fékk að hringja hjá skólafélaga - sem var svo vinsamleg að vera þarna í fluginu.
Hringdi í símsvara Hellisbúans og fékk uppgefið útlenska númerið.
Var þá reyndar orðin næstum ein þarna í komusalnum.
Þá sá ég Pay Phone...! Sem bjargaði lífi mínu Wink.
Náði í Hellisbúann og var komin útí leigubíl 2 mín seinna á leiðinni á hótelið.
Frekar fyndið svona eftirá en algjör horror meðan á stóð.

Við fórum svo beint á söngleik sem ég get alveg mælt með við þá sem eru í Boston og langar að lyfta sér upp.

Respect

Söngleikurinn er í raun saga bandarískra kvenna sögð gegnum tónlistina - kvennatónlistina þ.e.
Bara gaman.

Tókum svo lest yfir til New York.

Hellisbúinn þurfti auðvitað að vinna meðan á heimsókn minni stóð svo ég þurfti að finna mér eitthvað til dundurs á meðan.
Ekki erfitt fyrir kaupglaðan, íslenskan kvenskörung!

Frábært að hitta hina Hellisbúana, sem fá að eyða meiri tíma með Hellisbúanum mínum en ég.
Frábært að komast aðeins í búðir.
Frábært að fá að kósa sig aðeins með kallinum í friði og ró.
Frábært að koma heim og knúsa afkvæmin.

Og FRÁBÆRT að fá litlu systur heim í dag Grin

Þar til næst...

B

 


Skrítinn heimur

Þegar vefsíða sem leyfir manni að glápa á myndir frá öðrum er merkilegri en bóluefni gegn kynsjúkdómi sem veldur krabbameini.

Þaldénúbra.

Þar til næst...

B


mbl.is Time velur YouTube uppfinningu ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband