Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Pólitískir bloggvinir

Undanfarið hef ég fengið nokkrar beiðnir um að gerast bloggvinur - svona viltu vera memm Smile.
Alltaf gaman að því.
Hef þó tekið eftir því að ansi margir bloggarar eru með flokkapólitísk blogg og virðast vera að bæta á sig bloggvinum eins og um atkvæðasöfnun væri að ræða.  Það eru jú kosningar rétt fyrir hornið.

Ég ákvað að ég ætla ekki að eignast bloggvini sem eru að blogga um hvað flokkurinn þeirra sé frábær og allir aðrir flokkar glataðir, alla vega ekki fyrr en eftir kosningar.

Þannig að ef þú ert að blogga um hvað flokkurinn þinn er flottur og fínn þá vil ég ekki vera memm.

Til þess að þessi færsla valdi engum misskilningi þá vil ég taka það fram að ég er ekki að abbast út í að fólk tjái skoðun sína um pólitík og pólitísk málefni. Ég vil bara ekki vera tengd inn á kosningaáróður hinna ýmsu flokka og flokksmanna.

Þar til næst...

B - frjáls og óháð


Er að leita að leik...

Þetta er leikur sem við lékum oft í "gamla daga".

Einn er'ann.
Hinir standa efst í tröppum.
Svo er eitthvað með litina - regnbogann eða eitthvað sem ég get ekki munað.
Svo hoppaði maður niður og upp og niður aftur.
Stundum þurfti maður að hoppa langt upp eða langt niður.
Eða byrjaði maður kannski niðri?

Man einhver út á hvað þessi leikur gengur?

Allar ábendingar vel þegnar.

Þar til næst...

B


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband