Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
28.6.2007 | 21:14
Fyrir vini og vandamenn
Hef fengið kvartanir yfir lélegu upplýsingastreymi inn á þessa síðu en ég er að hugsa um að halda þessari fyrir mínar pælingar og vangaveltur sem tengjast ekki endilega fjölskyldunni.
Ég ákvað nefnilega um daginn að stofna svona fréttasíðu fyrir vini og vandamenn.
Þar kem ég með update á fyrirhuguðum flutningum og fleira spennandi úr lífi fjölskyldunnar ;).
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 12:53
Svíar kokhraustir
Þetta las ég á blogginu hennar Þóru frænku í Svíþjóð:
"Svíar tala um að þeir hafi lent í góðum og léttum riðli. Þeir gengu meira að segja svo langt að segja að þeir þurfi litlar áhyggjur að hafa af Íslandi og Slóvakíu. Þeir eru semsagt bara hræddir við Frakkland. "
Við þurfum sko aldeilis að sýna þeim í 2 heimana og hvar Davíð keypti ölið! Maður þyrfti helst að vera þarna til að sýna þeim þetta allt saman!!
Það þarf alla vega að lækka verulega í þeim rostann!
Hana nú!
B
Ekkert hægt að væla yfir þessu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2007 | 21:44
Ég elska...
þessa stráka! Alla með tölu !
Áfram Ísland!!!
Ísland sigraði Serbíu 42:40 og er komið á EM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2007 | 15:39
Stelpur vs. strákar
Ef einhver hefði spurt mig fyrir 2 dögum hvort ég teldi að væri erfiðara - að halda afmæli fyrir 10 stk 9 ára stelpur eða 10 stk 11 ára stráka hefði ég skotið á stelpurnar án þess að þurfa að hugsa mig mikið um.
Reyndi er sko akkúrat öfug!
Ég hef sjaldan vitað eins mikið læti, væl og stæla og á 11 ára hópnum sem var hérna í dag. Akkúrat svona vesen og ég hefði búist við af stelpuhópnum sem var hérna í gær.
"Ég vil ekki svona"
"Ég nenni ekki þessu"
"Hann var að stríða mér"
"Ég er bara farinn heim"
Og ég veit ekki hvað...!
Eins og einn þeirra sagði: "Mikið rosalega eruð þið miklar kellingar strákar".
Þar til næst...
B (búin með afmælispakkann þetta árið)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2007 | 13:56
New York minute
Ég hef nú sjaldan talið mig eitthvað ofurrólega manneskju en aldrei gæti ég búið inni á Manhattan, NY! Hraðinn á fólkinu þar er alveg ótrúlegur!
Og Hellisbúin er sko alveg búin að ná þessum New York búa hraða - heldur betur!
Við erum semsagt búin að vera að flýta okkur í 4 daga! Líka þegar við höfðum nógan tíma!
Ég þurfti að hlaupa við fót til að hafa í við minn mann og það er sko ekkert sem heitir að rölta um og skoða eða chilla - ónei. Held ég hafi aldrei hlaupið eins hratt í gegnum Gap, H&M, Macy's og einhverjar fleiri búðir sem ég náði ekki að lesa nöfnin á sökum hraða.
Það er sko ekki séns að ég nái að versla nokkuð á svona hraða, rétt náði að rífa með mér buxur, tösku (auðvitað), skópar og peysu og kalla mig sko góða!
Kannski að það hafi verið tilgangurinn hjá Hellisbúanum - humm?
Við náðum alla vega að gera allt sem við ætluðum að gera þó svo að ég hafi ekki náð að gera allt sem ég ætlaði mér.
Þar til næst...
B
Fyrir þá sem skilja ekki fyrirsögnina þá er hér skilgreining á New York minute:
A New York minute is a very short period of time, sometimes significantly shorter than sixty seconds, and sometimes a form of hyperbole for "perhaps faster than you would believe is possible". The term refers to the common perception that New York City is very busy, with much happening at all hours of the day, and people often in a hurry and likely to be impatient.
Johnny Carson once described a New York Minute as being the time it takes "From the (traffic)lights to turn green, till the guy behind you starts honking his horn".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)