Skrítinn heimur

Þegar vefsíða sem leyfir manni að glápa á myndir frá öðrum er merkilegri en bóluefni gegn kynsjúkdómi sem veldur krabbameini.

Þaldénúbra.

Þar til næst...

B


mbl.is Time velur YouTube uppfinningu ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðstöðulaust samhengi í innri orðmyndun aftanverðrði

Sit hérna og á að vera að læra málfræði.
Er ekki skemmt.
Hélt að ég þyrfti aldrei aftur að læra um viðtengingarhátt nútíðar og þátíðar, afturbeygð fornöfn, aði ði di og ti, þolmynd, germynd og miðmynd, muninn á lýsingarorðum og atviksorðum o.s.frv.
Hélt ég hefði lokað á þá bók þegar ég kláraði grunnskólann.
En það er nú einu sinni svo að ef maður er að læra að verða kennari þá þarf maður víst að kunna þessi fræði betur en nemendurnir tilvonandi.

Alveg ótrúlegt að þó ég muni svosem þessi heiti flestöll þá kann ég þetta alls ekki lengur.
Held eiginlega að ég hafi aldrei lært þetta almennilega. Ég hef nefnilega alltaf verið nokkuð góð í stafsetningu algjörlega óháð öllum reglum og slíku.

Sé núna þegar ég renni yfir fyrri blogg að ég nota líklega óhóflega mikið af atviks- og lýsingarorðum, stundum helst til langar setningar - fullar af hlið- og undirskipuðum aukasetningum í stað þess að nota færri og hnitmiðaðri aðalsetningar og ég mætti líklega hugsa nánar út í hvar andlagið er staðsett miðað við frumlagið.

Skildirðu þetta?

Tilgangnum er samt væntanlega náð þegar ég get ekki lengur lesið texta án þess að velta svona hlutum fyrir mér.
Buhu - búið að eyðileggja nautnina af því að lesa fyrir mér Frown.
Var nógu slæmt í síðustu viku þegar ég hljóðritaði í huganum allt sem ég las - þarf að skrifa annan pistil um hljóðritun fljótlega - eða ekki.

Þar til næst...

B

Ps. Marta mín, ég bara varð að stela gullmolanum þínum og nota hann í fyrirsögn.


Elsku Danirnir

Svo eru þeir hissa á því að okkur Íslendingunum gengur betur en þeim í fjármálaheiminum...

Maður verður sko að kunna sér hóf.. í hófinu

Þar til næst...

B


mbl.is Yfirmenn leggi línurnar fyrir jólasamkvæmin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottir neyðarkallar

Langar bara að hvetja alla til að kaupa sér neyðarkall og styrkja björgunarsveitirnar, þær eiga það svo sannarlega skilið eftir átök helgarinnar.

neydarkall

 Þar til næst...

B


mbl.is Rúður brotnuðu í björgunarsveitarbíl og fólksbíl á Möðrudalsöræfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær fyrirmynd

Semsagt, ef fyrirsæta ætlar að ná virkilegum frama þá á hún að vera í laginu eins og beinagrind, líta út eins og eiturlyfjasjúklingur og til að komast á toppinn á hún að VERA eiturlyfjasjúklingur.

Verður ekki meira töff en að láta ná myndum af þér með nálina í handleggnum - geggjað kúl!

Maður hristir bara hausinn Shocking.

Þar til næst...

B


mbl.is Kate Moss kjörin ,,fyrirsæta ársins"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólabókatíðindi

Jiii, nú eru jólin bara alveg að koma.
Eins og lóan er fyrsti vorboðinn eru Bókatíðindi fyrsti jólaboðinn í mínum huga.

Finnst ekkert smá kósí að sitja við eldhússborðið og láta mig dreyma um allar þær bækur sem mig langar að liggja í sófanum og lesa meðan ég narta í jólasmákökur, skólinn búinn í bili og ég bara í fríii.
Renni líka vel yfir allar barnabækurnar og sirka út þær bækur sem held að börnin hefðu gaman af og allar bækurnar sem mig langar að gefa vinum og vandamönnum í jólagjafir.

Börnin merkja bæði við þær bækur sem þau langar að fá í jólagjöf og ég krossa oft við þær sem ég ætla mér að lesa. Verst að ég gleymi svo strax hvaða bækur það voru og vegna þess að ég fæ alltof sjaldan bækur í jólagjöf les ég yfirleitt engar af þeim bókum sem eru í Bókatíðindum.
Les bara mannskemmandi, enska reifara og vísindaskáldsögur.
Ekkert menningarlegt, íslenskt góðmeti Koss.

Þurfti þó að lesa Sumarljós - og svo kom nóttin fyrir skólann og mikið var það skemmtileg lesning. Mæli eindregið með henni við alla (mamma, þú færð hana lánaða!).

Alla vega, jólin eru að koma...

B


mbl.is Fleiri bækur í boði fyrir þessi jól en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar af öðrum kynstofni en Danir?

Fékk góða ábendingu áðan vegna þessarar fréttar - fyrirsögnin hljómar svona:
Ekstra-Bladet sakað um kynþáttafordóma gagnvart Íslendingum

Hvernig geta Danir verið með kynþáttafordóma gagnvart Íslendingum?
Erum við ekki af sama kynþætti?
Erum við meira að segja ekki komin af Dönum (meðal annarra)?

Það er ekki nema Extra Bladet sé bara að tala um þá Íslendinga sem eru af erlendu bergi brotnir? 
Ég held nú samt að hingað til hafi þeir Íslendingar lítið verið að hafa sig í frammi í fjármálaheiminum, hvað þá að þeir hafi sýnt einhverja heimsyfirráðatilburði.

Nema það hafi komið í ljós að Danir séu ekki af sama kynstofni og við!
Og séu þá ekki Frændur okkar Danir lengur!

Hrikaleg tilhugsun!

Þar til næst...

B - heimsyfirráð eða dauði!

 


mbl.is Ekstra-Bladet sakað um kynþáttafordóma gagnvart Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgareiginmaður

Það kannast allir við helgarpabba?
Ég á svona helgareiginmann.
Hellisbúinn er á landinu aðra hvora helgi, reyndar alveg í 5 daga í senn en svo líður langur tími í næstu heimkomu.
Börnin eiga semsagt helgarpabba og ég helgareiginmann.

Þetta verður samt tímabundið ástand sem varir vonandi ekki í langan tíma.
Ekki það að við spjörum okkur ekki ágætlega en það er nú betra að hafa hann hérna hjá sér Koss.

Frekar fyndið hvernig allir spennast pínu upp og fara í annan gír þegar pabbinn er væntanlegur. Ég búin að versla í dýrindismáltíðar, tilbúin að smella í gómsæta eftirrétti, passa að það sé nóg til af arinkubbum og kertum og börnin spyrja á 10 mín fresti hvað sé langt þangað til pabbi komi (sko í klukkutímum og mínútum).
Ég komst reyndar að því núna þegar ég pikka þetta að ég er ekki búin að skúra allt og skrúbba hátt og lágt en það er bara útaf því að ég er léleg húsmóðir! Hann tekur hvort eð er ekkert eftir því Koss.

Það verður gott að fá hann heim í fyrramálið, verst hvað það er mikið að gera hjá mér næstu daga, mun lítið geta notið þess að hafa hann heima.

Þar til næst...

B - helgarfrú


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband