26.10.2006 | 08:13
Í gæludýrabúðinni
Mér þykir þetta vera orðinn algjör farsi. Það er eins og fátæk lönd séu orðin að gæludýrabúð ríka fólksins...
Þessar ættleiðingar stjarnanna eru farnar að verða alveg eins og gæludýrakaup - "þessi er rosalega sætur, ég tek hann."
Las annars staðar að hún hefði ekki einu sinni fylgt barninu heim frá föðurlandinu heldur verið bissí í leikfiminni sinni á meðan barnfóstran kom barninu til hennar. Frá Malawi.
Ég er ekkert viss um að barnanna bíði betra líf. Jú, stjörnurnar eiga fullt fullt af peningum en er það nóg?
Þær eru líka hundeltar af ljósmyndurum, vinnutíminn er frekar óreglulegur og heimilið oft á tíðum hótel útum allan heim - er það hollt uppeldisumhverfi?
Mér finnst bara að stjörnurnar eigi að fara gegnum nákvæmlega sama ferli og annað fólk sem reynir að ætleiða barn, þær eiga að þurfa að sanna það að þær geti veitt börnunum betra líf og að þær séu traustsins verðar.
Þar til næst...
B
![]() |
Madonna hissa á gagnrýni sem hún hefur orðið fyrir vegna ættleiðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2006 | 20:33
Hvað þá þetta...
Ég hef greinilega náð að slökkva áður en þessi náði eyrum lillunnar - þökkum guði fyrir það!
Þar til næst...
B
![]() |
Grunnskólakennari handtekinn vegna mikils magns barnakláms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2006 | 20:28
Fréttir bannaðar börnum.
Þetta mál er svo hryllilegt að ég á ekki orð yfir það.
Þess vegna ætla ég ekki að segja meira um það nema óbeint.
Þetta var fyrsta frétt á dagskrá í sjónvarpinu í kvöld og ég endaði með að slökkva á sjónvarpinu. Yngsta afkvæmið sat við stofuborðið og var að teikna þegar fréttirnar byrjuðu en eitthvað við fréttaflutninginn fékk hana til að fara að fylgjast með. Svo dundu yfir mig spurningarnar:
"mamma, hvað er nauðgun?"
"mamma, af hverju voru menn að nauðga konu?"
"mamma, af hverju er lögreglan að leita að mönnunum sem nauðguðu konunni?"
Og fleira í þessum dúr.
Og ég slökkti á sjónvarpinu.
Og mun ekki kveikja á fréttatímanum aftur meðan börnin eru í nágrenninu.
Var ekki hægt að geyma þetta þar til í 10 fréttum þegar meirihluti barna á að vera farinn að sofa?
Mér finnst það.
Þar til næst...
B
![]() |
Tveir karlmenn nauðguðu ungri konu fyrir utan Þjóðleikhúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2006 | 20:55
Abbababb
Það er ekki einu sinni búið að kanna hvort einhver vilji kaupa þetta - fussumsvei.
Vonandi að þeir sem eru ánægðir með hvalveiðarnar séu bógar í að kaupa nokkur tonn af hvalkjöti .
Þar til næst...
B
![]() |
Japanar eiga of mikið af hvalkjöti að sögn sendiherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2006 | 17:00
Staðgengill
Er að spá hvort ég ætti að fá mér staðgengil fyrir Hellisbúann?
Hann er alltaf í útlandinu og þá gæti nú verið gott að hafa einn svona í bólinu hjá sér:
Þar til næst...
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2006 | 09:18
Nanana búbú
Ég verð nú að segja að ég er sammála því að við Íslendingar séum að gefa alþjóðasamfélaginu fingurinn.
Ég myndi alveg styðja hvalveiðar ef þetta væri eitthvað sem skipti okkur máli en ég held að það eina sem við höfum uppúr þessu sé neikvæð umfjöllun og leiðindi.
Mín tilfinning er sú að þetta séu eins og litlir krakkar - ég má'idda víst! Ætla bara samt að ger'idda!
Nanana búbú!
Ég held að ef maður horfi í peninga sé hægt að græða margfalt meira á hvalaskoðun en á hvaladrápi. Hvaladrápið getur aftur orðið til þess að túristarnir sem koma hingað til að skoða hvali eða Gullna hringinn eða annað, hætti bara við og fari eitthvað annað.
Ég sé alla vega ekki tilganginn með þessu, kannski getur einhver upplýst mig um hann?
Þar til næst...
B
![]() |
Fjallað um hvalveiðar Íslendinga í fjölmiðlum víða um heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.10.2006 | 16:36
Bitin af blogginu mínu ..
Haldiði að færslur mínar hér á blogginu séu ekki bara farnar að bíta mig í botnin!
Það er greinilegt að fleiri sem þekkja mig eru að lesa hérna en ég gerði mér grein fyrir og ég er farin að fá ýmislegt sem ég læt flakka hérna í hausinn frá ótrúlegustu aðilum - og jafnvel eftir ótrúlegum krókaleiðum.
Veit eiginlega ekki hvort ég hef gaman af því eða hvort þetta fari í taugarnar á mér. Verst að það skuli vera til fólk sem tekur því háalvarlega sem ég rita hérna.
Maður verður samt greinilega að passa hvað maður lætur frá sér fara hérna, spurning um að fá óháðan aðila til þess að ritskoða það sem ég sendi frá mér.
Þar til næst...
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2006 | 09:33
Lesist með hreim
Held ég sé aðeins að jafna mig í skapinu - byrjaði að skána þegar frumburðurinn spurði þegar hann gekk útum dyrnar í morgun: "Mamma, ertu ekki til í að reyna að vera minna pirruð þegar við komum heim?". Hvað getur maður annað en reynt að vinna í því?
Af því tilefni ætla ég að smella hingað inn einum sem fékk mig til að flissa:
Five Germans in an Audi Quattro arrive at the Italian border. An Italian police officer stops them and says:
"Itsa illegala to putta five-a people in a Quattro!"
"Vot do you mean, it's illegal?" the German driver asks.
"Quattro means four!" the policeman answers.
"Quattro iz just ze name of ze fokken automobile" the German shouts ..."Look at ze dam paperz: Ze car is dezigned to carry 5 people!"
"You canta pulla thata one on me!" says the Italian policeman. "Quattro meansa four. You havea five-a people ina your car and you are therefore breaking the law!"
The German driver gets mad and shouts "You ideeiot! Call ze zupervizor over!
Schnell! I vant to spik to zumvun viz more intelligence!!!"
"Sorry" the Italian says, "He canta comea . He'sa buzy with a two guys in a Fiat Uno."
Vona að þú hafir flissað líka .
Þar til næst...
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)