Færsluflokkur: Bloggar

Madonna aftur í gæludýrabúðina

Þetta er nú farið að verða hálf-ógeðslegt finnst mér.

"Madonna segist ætla að hafa dóttur sína og son sinn með sér til Malaví og leyfa þeim að velja barn með þeim hjónum".

Gæti alveg eins staðið "Madonna segist ætla að hafa dóttur sína og son sinn með sér til Malaví og leyfa þeim að velja gæludýr með þeim hjónum".

Mér finnst alveg fáránlega siðlaust að ætla börnunum sínum að hjálpa sér að finna sætasta og krúttlegasta barnið. Fyrir utan hvað það er fáránlegt að setja þessa ábyrgð á börn, ábyrgðina á að velja hvaða barn á að taka og hverju á að hafna.

Held að öll börnin hennar Madonnu eigi eftir að verða í áskrift hjá sálfræðingum seinna meir.

Þar til næst...

B


mbl.is Madonna vill ættleiða stúlku frá Malaví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæknileg mistök? Common!

Er maðurinn ekki að grínast?

Eru það "tæknileg mistök" að stela almannafé?

Mér þykir þetta ekki lýsa mikilli iðrun og þykir þetta mál alveg ótrúlegt í alla staði!

Spurning hvað maður gerir við atkvæðið sitt í vor, þætti súrt að gefa tækifæri á fleiri "tæknilegum mistökum"

Þar til næst...

B


mbl.is Árni iðrast ,,tæknilegra mistaka"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deit, trendsetter og vonnabí

Mér þykir þetta snilldarframtak.
Ef ég væri kennari í unglingadeild myndi ég gera þetta að bekkjarverkefni.

Ég er reyndar tiltölulega slök yfir slettum og held að þær muni ekki kaffæra íslenska tungu næstu árin.
Þykir samt sniðugt að vekja athygli á þessu, sérstaklega athygli unglinganna.

Svo er bara um að gera að þeir fullorðnu einstaklingar sem eru mest með börnunum og unglingunum vandi mál sitt og séu þeim góð fyrirmynd.

Þar til næst...

B


mbl.is Nýyrða leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjútti tjútti djamm djamm

Mig langar:

Að fara í Singstarpartý með góðum félögum - Marta og Gunnþórunn væru þar ofarlega á blaði.
Að fara á dansiball með Kynsystrunum.
Að fara í rauðvínssaumó með hinum klúbbnum (vantar alveg nafn á hann!) og að allar mæti, líka þær sem eru í öðrum löndum.
Að fara í eldhúspartý til múttu, eitt af þeim sem endar inni í stofu og allar gömlu grammófónplöturnar á víð og dreif um öll gólf og við dönsum saman í nostalgíuvímu mæðgurnar.
Að fá góða gesti í mat og spila Risk, Scrabble eða Battle of the Sexes.
Að fara í kellingaferð í sumarbústað - kojufyllerí, náttfatapartý og trúnó.
Að fara út að borða með góðu fólki og sitja á spjalli fram á nótt.
Að hitta Rítu og Hildi Rós á kaffihúsi/bar (mætti alveg vera í Ástralíu) og spjalla út í eitt.
Að fara í óvissuferð með gömlu vinnufélögunum.

Og ekkert endilega í þessari röð.

Þar til næst...

B


Skrítinn heimur

Þegar vefsíða sem leyfir manni að glápa á myndir frá öðrum er merkilegri en bóluefni gegn kynsjúkdómi sem veldur krabbameini.

Þaldénúbra.

Þar til næst...

B


mbl.is Time velur YouTube uppfinningu ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðstöðulaust samhengi í innri orðmyndun aftanverðrði

Sit hérna og á að vera að læra málfræði.
Er ekki skemmt.
Hélt að ég þyrfti aldrei aftur að læra um viðtengingarhátt nútíðar og þátíðar, afturbeygð fornöfn, aði ði di og ti, þolmynd, germynd og miðmynd, muninn á lýsingarorðum og atviksorðum o.s.frv.
Hélt ég hefði lokað á þá bók þegar ég kláraði grunnskólann.
En það er nú einu sinni svo að ef maður er að læra að verða kennari þá þarf maður víst að kunna þessi fræði betur en nemendurnir tilvonandi.

Alveg ótrúlegt að þó ég muni svosem þessi heiti flestöll þá kann ég þetta alls ekki lengur.
Held eiginlega að ég hafi aldrei lært þetta almennilega. Ég hef nefnilega alltaf verið nokkuð góð í stafsetningu algjörlega óháð öllum reglum og slíku.

Sé núna þegar ég renni yfir fyrri blogg að ég nota líklega óhóflega mikið af atviks- og lýsingarorðum, stundum helst til langar setningar - fullar af hlið- og undirskipuðum aukasetningum í stað þess að nota færri og hnitmiðaðri aðalsetningar og ég mætti líklega hugsa nánar út í hvar andlagið er staðsett miðað við frumlagið.

Skildirðu þetta?

Tilgangnum er samt væntanlega náð þegar ég get ekki lengur lesið texta án þess að velta svona hlutum fyrir mér.
Buhu - búið að eyðileggja nautnina af því að lesa fyrir mér Frown.
Var nógu slæmt í síðustu viku þegar ég hljóðritaði í huganum allt sem ég las - þarf að skrifa annan pistil um hljóðritun fljótlega - eða ekki.

Þar til næst...

B

Ps. Marta mín, ég bara varð að stela gullmolanum þínum og nota hann í fyrirsögn.


Elsku Danirnir

Svo eru þeir hissa á því að okkur Íslendingunum gengur betur en þeim í fjármálaheiminum...

Maður verður sko að kunna sér hóf.. í hófinu

Þar til næst...

B


mbl.is Yfirmenn leggi línurnar fyrir jólasamkvæmin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottir neyðarkallar

Langar bara að hvetja alla til að kaupa sér neyðarkall og styrkja björgunarsveitirnar, þær eiga það svo sannarlega skilið eftir átök helgarinnar.

neydarkall

 Þar til næst...

B


mbl.is Rúður brotnuðu í björgunarsveitarbíl og fólksbíl á Möðrudalsöræfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær fyrirmynd

Semsagt, ef fyrirsæta ætlar að ná virkilegum frama þá á hún að vera í laginu eins og beinagrind, líta út eins og eiturlyfjasjúklingur og til að komast á toppinn á hún að VERA eiturlyfjasjúklingur.

Verður ekki meira töff en að láta ná myndum af þér með nálina í handleggnum - geggjað kúl!

Maður hristir bara hausinn Shocking.

Þar til næst...

B


mbl.is Kate Moss kjörin ,,fyrirsæta ársins"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólabókatíðindi

Jiii, nú eru jólin bara alveg að koma.
Eins og lóan er fyrsti vorboðinn eru Bókatíðindi fyrsti jólaboðinn í mínum huga.

Finnst ekkert smá kósí að sitja við eldhússborðið og láta mig dreyma um allar þær bækur sem mig langar að liggja í sófanum og lesa meðan ég narta í jólasmákökur, skólinn búinn í bili og ég bara í fríii.
Renni líka vel yfir allar barnabækurnar og sirka út þær bækur sem held að börnin hefðu gaman af og allar bækurnar sem mig langar að gefa vinum og vandamönnum í jólagjafir.

Börnin merkja bæði við þær bækur sem þau langar að fá í jólagjöf og ég krossa oft við þær sem ég ætla mér að lesa. Verst að ég gleymi svo strax hvaða bækur það voru og vegna þess að ég fæ alltof sjaldan bækur í jólagjöf les ég yfirleitt engar af þeim bókum sem eru í Bókatíðindum.
Les bara mannskemmandi, enska reifara og vísindaskáldsögur.
Ekkert menningarlegt, íslenskt góðmeti Koss.

Þurfti þó að lesa Sumarljós - og svo kom nóttin fyrir skólann og mikið var það skemmtileg lesning. Mæli eindregið með henni við alla (mamma, þú færð hana lánaða!).

Alla vega, jólin eru að koma...

B


mbl.is Fleiri bækur í boði fyrir þessi jól en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband