Ótrúlegur leikur!

Ég er viss um að lífið mitt hefur styst um a.m.k. 4 vikur, hjartað er alla vega búið að slá fyrir næsta mánuðinn!

Strákarnir okkar voru hreint ótrúlegir! Leikurinn hefði varla geta verið jafnari, þetta hefði geta lent hvorum megin sem var og með pínkuponsulítilli heppni hefðum við haft þetta.
(hendurnar skjálfa svo ég get varla pikkað)

Til hamingju Snorri Steinn, þú varst svo sannarlega maður leiksins.
Vil samt bæta því við að mér þótti þeir allir standa sig frábærlega, vona að þeir nái að sjá það sjálfir þegar mestu vonbrigðin eru runnin af þeim.
Því þetta er nefnilega ekki búið, Rússar á fimmtudaginn og svo vonandi keppni um 5.sætið.

Ég er ennþá ósátt við Geir sem leiklýsanda og legg til að RÚV ráði sér nýjan fyrir næsta leik. Þóttu viðtölin við Snorra Stein og Guðmund bara neikvæð og leiðinleg og er ánægð með Guðmund að hafa ekki látið hann ná sér í einhverja neikvæðni og gagnrýni.

Sama hvernig fór og mun fara þá er þetta ein besta skemmtun sem ég veit. Verst bara hvað þetta tekur á taugarnar.

Þar til næst...

B


mbl.is Draumurinn úti í Hamborg - Danir sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

spennandi þrátt fyrir tap

Ólafur fannberg, 31.1.2007 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband