Framkvæmdir

Undanfarna viku hefur slotið mitt litið út eins og eftir jarðskjálfta.
Hér hafa iðnaðarmenn verið upp um alla veggi, rifið og tætt, lagað og bætt.
Það er búið að setja ný þrep í stigann - mikið var ég rosalega glöð að losna við 30 ára gömlu teppalufsurnar þegar gömlu þrepin voru rifin!
Þeir hjá Handlögnum stóðu undir nafni og rumpuðu nýjum þrepum og handriðum upp á 2 dögum - og sópuðu sig út!
Nú er búið að rífa út heilt baðherbergi, hefði aldrei geta trúað að það kæmist svona mikið fyrir inni í einu litlu herbergi. Vona að þessi iðnaðarmannahópur verði eins röskur og Handlögnu drengirnir og komi nýja baðinu upp á stuttum tíma.

Á meðan á þessu stendur þýðir sko ekkert að reyna að skúra og þrífa, það verður allt rykugt og ógeðslegt jafnóðum. Ég þarf sko ekki að fara út til að upplifa svifryksmengun!

Annars eru allir fjölskyldumeðlimir voðalega ánægðir og bíða með eftirvæntingu eftir nýja baðherberginu.

Nema kötturinn.
Hún er svoooo ósátt. Hún gengur helst ekki á nýja stiganum, vil heldur láta bera sig upp og niður og ef hún neyðist þá gengur hún löturhægt alveg uppvið vegg. Hún er reyndar flúin núna, meikar ekki lætin sem fylgja baðherbergishræringunum.
Vona bara að hún komi aftur.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Æðislegt. Reyndar eru svona breytingabombur eiginlega draumkennd martröð á meðan á þeim stendur..... en svo verður þetta svo GAMAN.
Til hamingju

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 6.3.2007 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband