Við hjónin

Ákvað að herma eftir henni Þóru frænku og athuga hvernig við Hellisbúinn pössum saman í raun og veru.

Hrútur og Meyja

Framkvæmdasemi

Hrútur og Meyja eru ólík og samband þeirra því mótað af togstreitu og þörf fyrir málamiðlanir. Til að samband þeirra gangi vel þurfa þau að virða hina ólíku eiginleika hvors annars. Þau þurfa að eiga sín áhugamál í friði og lífsstíll þeirra þarf að vera sveigjanlegur. Þau þurfa að vera athafnasöm en jafnframt að skapa sér öryggi og hafa peningamálin á hreinu. Samband þeirra getur heppnast einna best í tengslum við vinnu, enda bæta þau hvort annað upp á því sviði. Því er líklegt að mikil áhersla verði lögð á vinnu og framkvæmdir í sambandi þeirra.

Árangur og eirðarleysi

Hið jákvæða við sambandið er að Hrúturinn ýtir á Meyjuna og hvetur hana til að horfa framhjá smáatriðum og vera ákveðnari í athöfnum. Meyjan verður hugrakkari og meira drífandi við það að umgangast Hrútinn. Hún dregur aftur á móti úr verstu fljótfærni Hrútsins og hjálpar honum að jarðbinda sig. Þau eiga að geta náð ágætum árangri, því hjá þeim mætast kraftur og jarðbundin skynsemi, en einnig töluverður hreyfanleiki. Þau eru eirðarlaus saman.

Jújú, eitthvað passar nú þarna en alls ekki allt Wink.
Hef t.d. aldrei tekið eftir að Hellisbúann skorti hugrekki eða drifkraft.
Eiginlega þvert á móti...
Kannski er ég bara meyja í dulargervi?

Þar til næst...B

Fyrir þá sem langar að prófa þá fæst þessi viska hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oft gaman að spá í stjörnuspeki.... ég get alla vega sagt að margt við ljónið er skelfilega líkt mér

bæði gott og slæmt

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband